Kynntu sér meðferð við lifrarbólgu C

Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, verkefnastjóri fyrir TrapHepC verkefnið, og Susanne Dam smitsjúkdómalæknir frá Danmörku, heimsóttu Vog á föstudag og kynntu sér meðferð við lifrarbólgu C. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, tók á móti þeim og sýndi þeim aðstöðu SÁÁ á Vogi til að skima og greina sjúkdóminn. Í ársbyrjun 2016 hófst hér á landi opinbert átak gegn lifrarbólgu C sem stendur yfir í þrjú ár. Í Danmörku eru ennþá höft á því hverjir fá meðferð við lifrarbólgu C.

Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, verkefnastjóri fyrir TrapHepC verkefnið, Susanne Dam smitsjúkdómalæknir frá Danmörku og Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs.

Í heimsókninni sagði Valgerður gestunum frá því hvernig lifarbólga C er meðhöndluð hjá þeim sem enn eru virkir í neyslu, eða nýkomnir úr henni. Um 600 einstaklingar hafa nú þegar hafið lyfjameðferð sem er um 70-80% þeirra sem taldir eru smitaðir hér á landi. Á fyrsta starfsári átaksins höfðu um 95% þeirra sem klára meðferðina læknast. Meðferðin stendur í 12 vikur og aukaverkanir  eru að engar eða vægar sem er mikil breyting frá þeirri meðferð sem áður var boðið upp á.