Læknar SÁÁ tala á Læknadögum

Hinir árlegu Læknadagar standa nú yfir í Hörpu en að þessu sinni flytja fjórir læknar, sem tengjast starfi SÁÁ, erindi á Læknadögum.

Á morgun, þriðjudaginn 16. janúar, mun Hildur Þórarinsdóttir, læknir hjá SÁÁ, fjalla um áfengismisnotkun aldraðra. Miðvikudaginn 17. janúar munu Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, og Þórarinn Tyrfingsson halda erindi um ópíóíða á Íslandi og meðferð við ópíóíðafíkn. Loks mun Björn Logi Þórarinsson, sem situr í framkvæmdastjórn SÁÁ, tala um heilablóðfall föstudaginn 19. janúar.

Nánari dagskrá Læknadaga er að finna hér >>