Lagabreytingar samþykktar á aðalfundi

Aðalfundur SÁÁ vegna síðasta starfsárs var haldinn föstudaginn 6. júní.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa, samþykkti fundurinn breytingar á lögum samtakanna, að tillögu stjórnar. Helsta markmið breytinganna er að tryggja samræmi í hugtakanotkun í lögum samtakanna og nýjum lögum um heilbrigðisþjónustu.

48 manns sitja í aðalstjórn samtakanna. Á hverjum aðalfundi eru sextán stjórnarmenn kosnir  til þriggja ára í senn. Kjörtímabil sextán stjórnarmanna var því á enda en sá hópur var endurkjörinn með einni breytingu.

Framkvæmdastjórn samtakanna er óbreytt eftir aðalfundinn en hana skipa:  Arnþór Jónsson, formaður,  Heiður Gunnarsdóttir, varaformaður, Ari Matthíasson, Björn Logi Þórarinsson, Hekla Jósepsdóttir, Jón H. Snorrason, Maríus Óskarsson, Sigurður Friðriksson og Theodór S. Halldórsson

Í skýrslu formanns kom fram að á árinu lögðu samtökin fram af sínu sjálfsaflafé 200 milljónir króna til að greiða niður uppsafnaðan halla frá síðustu árum.

Fundargerð aðalfundarins verður aðgengileg hér á vefnum innan skamms.