Langar þig að hlaupa fyrir SÁÁ?

shutterstock_516907939

Reykjavíkurmaraþonið verður haldið þann 24. ágúst næstkomandi og er SÁÁ meðal þeirra félagasamtaka sem þátttakendur geta safnað áheitum fyrir. Á síðunni hlaupastyrkur.is geta hlauparar skráð sig til keppni, nú þegar eru sextán hlauparar búnir að skrá sig og heita á SÁÁ.

Við hvetjum alla sem vilja hlaupa fyrir SÁÁ til að skrá sig - eða til að leggja hlaupurunum lið með áheiti!