Leiðtogi Pírata í Reykjavík gestur heiðursmanna

Dóra Björt Guðjónsdóttir, leiðtogi Pírata í Reykjavík verður gestur heiðursmanna næstkomandi fimmtudag, 17. maí, í Von, Efstaleiti. Dóra Björt er menntuð í heimspeki og  aþjóðafræði frá Háskólanum í Osló og stundar nú nám á meistarastigi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Hún hefur samhliða unnið sem aðstoðarkona fyrir fatlaðan mann. Að venju hefst fundurinn klukkan 12 á hádegi og stendur í um klukkustund.

Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, að jafnaði annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður.