Margt smátt gerir eitt stórt

Álfasala SÁÁ er í fullum gangi og gengur að óskum og jafnvel betur en það, segir Þorkell Ragnarsson, sölustjóri. Sölunni lýkur á sunnudag. Hundruð manna eru að selja Álfinn um land allt, sölufólk er við flestar stærri verslanir og verslanakjarna og víða er gengið í hverfi.

Lítil og meðalstór fyrirtæki eru jafnan dugleg að taka þátt í Álfasölunni og styðja við SÁÁ. Árni Esra Einarsson, markaðsstjóri hjá Margt smátt, sem sérhæfir sig í auglýsinga- og gjafavörum fyrir fyrirtæki, lét fyrirtækið kaupa einn Álf á hvern starfsmann og skorar á atvinnurekendur að gerð hið sama. „Margt smátt gerir eitt stórt,“ segir orðatiltækið og það er einmitt það sem Álfasalan gerir fyrir SÁÁ á hverju ári.

Takk fyrir stuðninginn Árni Esra og þið öll.