Meðferð við spilafíkn

SÁÁ verður með meðferð við spilafíkn helgina 3. – 5. október n.k. í Von, Efstaleiti 7.

Meðferðin byrjar á föstudeginum 3. október, frá kl. 17:15-19:00, og heldur svo áfram laugardag og sunnudag frá kl. 9:00 – 16:00.

Markmið meðferðarinnar er að auka skilning þátttakenda á spilafíkn og hvernig hægt er að ná bata frá spilafíkn. Fjallað er um sjúkdómshugtakið, þróun spilasýki og bataþróunina. Einnig er fjallað um hvernig á að takast á við streitu, GA. samtökin eru kynnt og fjallað er um hvernig þau nýtast í batanum. Í meðferðinni eru fyrirlestrar og hópfundir

Haldnir eru fimm fyrirlestrar:

  • Sjúkdómshugtakið
  • Þróun spilasýki
  • Bati við spilasýki
  • Tekið á með GA
  • Streita

Hópfundir eru sex og einn sameiginlegur lokafundur með öllum þátttakendum. Á öllum hópfundum eru sérstök umræðuefni tengd fyrirlestunum.

Eftir meðferðina er boðið upp á eftirfylgni formi einkatíma með ráðgjafa og hópfunda einu sinni í viku. Þessi eftirfylgni er ótímabundin.

Skráning og upplýsingar á göngudeild SÁÁ í Von, Efstaleiti 7, sími 530 7600 eða hjá Ása í síma 530 7607 eða [netfang]asi@saa.is[/netfang]

Höfundar greinar