Meðferð við spilafíkn 20.-22. október

Meðferð við spilafíkn verður í Von Efstaleiti helgina 20. – 22. október næstkomandi. Um er að ræða fyrirlestra og hópfundi. Markmið meðferðarinnar er að auka skilning þátttakenda á spilafíkn og stuðla að bata.

Meðferðin stendur:

  • föstudaginn 20. október, kl. 17:15-19:00
  • laugardaginn 21. október, kl. 9:30-16:00
  • sunnudaginn 22. október, kl. 9:30-16:00

Meðferðin er opin öllum sem telja hana eiga erindi við sig.

Þar er fjallað um hvernig sjúkdómur spilasýki er, hvernig hann lýsir sér, hvernig hann þróast, hvernig hægt er að ná bata, hvernig best er að fást við streitu og hvernig GA-samtökin (Gamblers Anonymous) nýtast best.

Skráning á námskeiðið og nánari upplýsingar á göngudeild SÁÁ, Von Efstaleiti 7, í Reykjavík eða í síma 530-7600. Einnig veitir Ásgrímur G. Jörundsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi sem hefur sérþekkingu og áralanga reynslu af meðferð við spilafíkn, upplýsingar í síma 530-7600 eða í tölvupósti á netfangið asi@saa.is.

Athugið að aðstandendur spilafíkla geta einnig leitað aðstoðar á göngudeild SÁÁ.