Meðferðir við spilafíkn 20. – 28. apríl 2021

Grunnmeðferð við spilafíkn 20. apríl – 28. apríl 2021

Meðferð við spilafíkn verður í Von, Efstaleiti 7, í apríl 2021. Um er að ræða fyrirlestra og hópfundi. Markmið meðferðarinnar er að auka skilning þátttakenda á spilafíkn og stuðla að bata. Meðferðin er opin öllum sem telja hana eiga erindi við sig og er ókeypis.

Meðferðin stendur yfir í tvær vikur og er á milli klukkan 15 og 17:

 • Þriðjudagur 20. apríl
 • Miðvikudagur 21. apríl
 • Þriðjudagur 26. apríl
 • Miðvikudagur 27. apríl
 • Fimmtudagur 28. apríl

Ath. Vegna COVID-19 verður ekki hægt að fara út í pásu milli fyrirlesturs og hópfundar.

Framhaldsmeðferð við spilafíkn 26. apríl – 28. maí 2021

Meðferð við spilafíkn verður í Von, Efstaleiti 7, í apríl og maí 2021. Um er að ræða nýja meðferð við spilavanda. Markmið meðferðarinnar er að styrkja áhugahvötina til að hætta að spila, að auka þekkingu á þeim hugrænu og atferlislegu þáttum sem leiða til spilamennsku, að vinna með þá hugrænu þætti sem viðhalda spilamennsku og að skipuleggja bakslagsvarnir. Meðferðin er opin öllum sem telja hana eiga erindi við sig og ókeypis.

Meðferðin byggir á grunnhugtökum í hugrænni atferlismeðferð (cognitive-behavioral therapy, eða CBT). Þeir sem sækja meðferðina fá íslenska útgáfu af meðfylgjandi verkefnabók sem inniheldur verkefni og fræðslu tengd hverjum tíma fyrir sig.

Meðferðin stendur yfir í fimm vikur og er á milli klukkan 14 og 16:

 • Mánudagur 26. apríl
 • Föstudagur 30. apríl
 • Mánudagur 3. maí
 • Föstudagur 7. maí
 • Mánudagur 10. maí
 • Föstudagur 14. maí
 • Þriðjudagur 25. maí
 • Föstudagur 28. maí

Ath. Vegna COVID-19 verður ekki hægt að fara út í pásu um miðbik tímans.

Ath. einnig að 17. og 21. maí verða ekki meðferðartímar sem og að vegna þess að það er annar í hvítasunnu mánudaginn 24. maí þá verður sá tími þriðjudaginn 25. maí í staðinn.

Viltu vita meira?

Nánari upplýsingar og skráning á göngudeild SÁÁ, Von Efstaleiti 7, í Reykjavík eða í síma 530-7600. Til að fá nánari upplýsingar er einnig hægt að senda tölvupóst í:

spilavandi@saa.is