Meðferð við spilafíkn um helgina

Meðferð við spilafíkn verður í Von Efstaleiti helgina 6. – 8. febrúar næstkomandi. Um er að ræða fyrirlestra og hópfundi.

Markmið meðferðarinnar er að auka skilning þátttakenda á spilafíkn og stuðla að bata.

Meðferðin stendur föstudaginn 6. febrúar, kl. 17:15-19:00, laugardaginn 7. febrúar, kl. 9:30-16:00, og sunnudaginn 8. febrúar, kl. 9:30-16:00.

Meðferðin er opin öllum sem telja hana eiga erindi við sig.

Þar er fjallað um hvernig sjúkdómur spilasýki er, hvernig hann lýsir sér, hvernig hann þróast, hvernig hægt er að ná bata, hvernig best er að fást við streitu og hvernig GA-samtökin (Gamblers Anonymous) nýtast best.

Skráning á námskeiðið og nánari upplýsingar á göngudeild SÁÁ, Von Efstaleiti 7, í Reykjavík eða í síma 530-7600. Einnig veitir Ásgrímur Jörundsson upplýsingar í síma 530-7600 eða í tölvupósti á netfangið [netfang]asi@saa.is[/netfang]

Athugið að aðstandendur spilafíkla geta einnig leitað aðstoðar á göngudeild SÁÁ.

Hver er spilafíkill?

Allir sem telja sig hafa vanda vegna fjárhættuspils eiga kost á einkaviðtali við ráðgjafa á Göngudeild SÁÁ, Efstaleiti 7 í Reykjavík eða Hofsbót 4 á Akureyri. Hver sem er getur pantað þar viðtalstíma í símanúmerið að ofan eða komið fyrirvaralaust og talað við vakthafandi ráðgjafa. Í slíku viðtali er hægt að meta stöðuna og fólk getur haft samráð við fagmann um hvort og hvernig hægt er að glíma við vandann. Engar skuldbindingar fylgja því að fara í slíkt viðtal.

Stuðningashópur fyrir spilasjúklinga

Auk meðferðar eins og þeirrar sem fram fer um helgina eiga þeir vilja takast á við spilafíkn sína kost á að sækja fundi í stuðningshóp sem koma saman vikulega undir stjórn ráðgjafa á Göngudeild SÁÁ. Fundirnir eru nú haldnir alla mánudaga kl. 18:00 og svo á föstudögum kl. 16.00. Til að komast í hóp þarf að fara í einkaviðtal hjá ráðgjafa fyrst. Aðgangur að hópnum er auðsóttur og kostar ekki neitt.