Úrræði fyrir fólk með spilavanda

Meðferð, ráðgjafaviðtöl og stuðningshópar

Earliest-Sunrise-June-A191879830-1184x630

Viltu vita meira?

Nánari upplýsingar fast á göngudeild SÁÁ, Von Efstaleiti 7, í Reykjavík í síma 530-7600. Einnig hægt að senda tölvupóst á spilavandi@saa.is

Meðferð við spilafíkn

Meðferð við spilafíkn verður með breyttu sniði í vetur. Um er að ræða 8 vikna meðferð með vikulegri fræðslu og hópfundum. Markmið meðferðarinnar er að auka skilning þátttakenda á spilafíkn og stuðla að bata. Áhersla er m.a. lögð á streitustjórnun og bakslagsvarnir. Meðferðin er opin öllum sem telja hana eiga erindi við sig og er ókeypis. Nýir þátttakendur teknir inn vikulega.

  • Meðferð alla mánudaga frá kl. 16.30-18.30

HAM við spilavanda

Einnig er hægt að fara í Hugræna atferlismeðferð við spilavanda sem veitt er í gegnum fjarfundarbúnað, KaraConnect. Meðferðin er um 12 skipti, auk eftirfylgni, þar sem unnið er í gegnum sérstaka meðferðarhandbók við spilavanda ásamt sálfræðingi. Þessa meðferð er hægt að sækja samhliða hópmeðferð, stuðningshópum og ráðgjafaviðtölum hjá SÁÁ. Áhugasamir hafi samband við pall.jonsson@saa.is

Stuðningshópur

Stuðningshópurinn er áfram á mánudögum en hefst klukkutíma síðar kl. 17.30. Til stendur að efla stuðningshópinn með því að tengja hann betur við spilameðferðina.

  • Stuðningshópur alla mánudaga kl. 17.30-18.30

Ráðgjafaviðtöl

Allir sem telja sig hafa vanda vegna fjárhættuspils eiga kost á því að bóka tíma í einstaklingsráðgjöf hjá áfengis- og vímuefnaráðgjafa á göngudeild SÁÁ, Efstaleiti 7 í Reykjavík eða Hofsbót 4 á Akureyri. Í slíku viðtali er hægt að meta stöðuna og fólk getur haft samráð við fagmann um hvort og hvernig hægt er að glíma við vandann. Engar skuldbindingar fylgja því að fara í slíkt viðtal.

 

Öll úrræðin eru í Von, göngudeild SÁÁ, Efstaleiti 7 og þátttakendum að kostnaðarlausu.