Meðferð við spilafíkn

Meðferð, ráðgjafaviðtöl og stuðningshópar

shutterstock_795970564

Viltu vita meira?

Nánari upplýsingar og skráning á göngudeild SÁÁ, Von Efstaleiti 7, í Reykjavík eða í síma 530-7600. Ásgrímur G. Jörundsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafi, sem hefur sérþekkingu og áralanga reynslu af meðferð við spilafíkn, veitir nánari upplýsingar.

Meðferð við spilafíkn 18. - 20. september 2020

Meðferð við spilafíkn verður í Von, Efstaleiti 7, helgina 18. - 20. september næstkomandi. Um er að ræða fyrirlestra og hópfundi. Markmið meðferðarinnar er að auka skilning þátttakenda á spilafíkn og stuðla að bata. Meðferðin er opin öllum sem telja hana eiga erindi við sig.

Meðferðin stendur:

  • Föstudaginn 18. september
  • Laugardaginn 19. september
  • Sunnudaginn 20. september

Þar er fjallað um hvernig sjúkdómur spilafíkn er, hvernig hann lýsir sér, hvernig hann þróast, hvernig hægt er að ná bata, hvernig best er að fást við streitu og hvernig GA-samtökin (Gamblers Anonymous) nýtast best.

Spilafíkn

SÁÁ býður meðferð, ráðgjafaviðtöl og stuðningshópa fyrir þá sem glíma við vanda vegna fjárhættuspils og spilafíknar. Aðstandendur geta einnig sótt ráðgjöf og fræðslu á göngudeildum SÁÁ.

Viðtöl við ráðgjafa

Allir sem telja sig hafa vanda vegna fjárhættuspils eiga kost á einkaviðtali við ráðgjafa á göngudeild SÁÁ, Efstaleiti 7 í Reykjavík eða Hofsbót 4 á Akureyri. Hver sem er getur pantað þar viðtalstíma í síma 530-7600. Í slíku viðtali er hægt að meta stöðuna og fólk getur haft samráð við fagmann um hvort og hvernig hægt er að glíma við vandann. Engar skuldbindingar fylgja því að fara í slíkt viðtal.

Meðferð fyrir fólk með spilafíkn

Fólk með spilafíkn á kost á meðferð sem miðar að bata. Meðferðin fer fram á göngudeild SÁÁ, Efstaleiti 7, um helgi og er hún auglýst hverju sinni. Meðferðin er opin öllum sem telja sig eiga þangað erindi. Markmið meðferðarinnar er að veita fólki fræðslu þannig að skilningur aukist á spilafíkn sem vandamáli og hvernig hægt er að ná bata við henni. Í meðferðinni er fjallað um hvernig sjúkdómur spilafíkn er, hvernig hann lýsir sér, hvernig hann þróast, hvernig hægt er að ná bata, hvernig best er að fást við streitu og hvernig GA-samtökin (Gamblers Anonymous) nýtast best.