Ungmennameðferð

Meðferð fyrir ungmenni yngri en 25 ára

shutterstock_313889042

Á ungmennadeild Vogs eru

rúm
ráðgjafar
sálfræðingur

Árið 2017 undir 20 ára

innritanir
Meðaldagar
Legudagar
Einstaklingar

Enginn biðlisti

Sjúkrahúsið Vogur hefur annað eftirspurn fyrir ungmenni undir 25 ára, þau fara ekki á biðlista. Skortur er á heilbrigðisþjónustu annars staðar fyrir ólögráða sem stundum þurfa meira en býðst hjá SÁÁ.

Ungmenni fá oftast innlögn á sjúkrahúsið Vog innan 10 daga og kemur innlagnarbeiðni frá einstaklingum, aðstandendum, heilbrigðisstarfsfólki eða barnaverndaryfirvöldum.

Vakthafandi læknir ræðir við forráðamann strax fyrir/við innlögn. Læknir tekur móttökuviðtal, leggur mat á líkamlega og andlega heilsu og gefur fyrirmæli um gát og lyfjagjafir.

Innlögn er 10 dagar eða styttri eftir aðstæðum. Áhersla er lögð á samvinnu og mikilvægt að ungmennum líði vel og vilji koma aftur ef á þarf að halda.

Einstaklingur getur yfirgefið ungmennadeildina ef hann óskar og er þá alltaf haft samráð við vakthafandi lækni og forráðamenn eða aðstandendur.

Fjölskylduviðtal er fyrir útskrift hjá þeim sem eru ólögráða.

Sinna þarf fjölþættum vanda

Fyrstu dagana þarf oftast afeitrun með lyfjum og sinna þarf bæði líkamlegri heilsu og geðheilsu.

Ef ungmenni kemur undir áhrifum þarf að fylgjast náið með hegðun og einkennum um ofskammta, síðan fráhvarfseinkennum og fylgikvillum, og meðhöndla það. Stöku sinnum þarf dvöl á sérstakri hjúkrunargát í upphafi.

Sum þeirra ólögráða, koma úr miklum félagslegum vanda auk vímuefnaneyslunnar. Innlögn á Vog er hvorki upphaf né endir á þeirri stöðu, þótt verkefnið sé að bæta hana. Þau hafa sum hver verið í mikilli áhættuhegðun, hegðunarvanda og afbrotum og verið í umsjá barnaverndaryfirvalda og lögreglu. Þau lenda á milli í heilbrigðiskerfinu og eiga ekki vísan stað á barnadeildum eða fullorðins geðdeildum, og því oft mikill aðsteðjandi vandi fyrir barnaverndaryfirvöld. Allt kapp er lagt á að tryggja öryggi þeirra og fá þau til samstarfs. Umgjörð deildarinnar og sérmeðferðardagskrá eru þar mikilvæg.

Allt starfsfólk sjúkrahússins sinnir ungmennadeildinni daglega, þ.e.a.s. læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar, en sérstaklega sálfræðingur og ráðgjafar deildarinnar.

Vakt ráðgjafa allan sólarhringinn

Ungmennadeildin er á sérstökum gangi sem lokuð er öðrum sjúklingum. Allt meðferðarstarf fer fram inni á deildinni og þar er sólarhringsvakt ráðgjafa alla daga.

Á deildinni er dagskrá alla daga, fræðsluerindi, hópmeðferð, samvera, verkefni og einstaklingsviðtöl.

Á deildinni starfa áfengis- og vímuefnaráðgjafar í 5,5 stöðugildum, sálfræðingur og læknir. Hjúkrunarvakt er til staðar allan sólarhringinn.

Ungmennin hafa sérstaka setustofu og hugað er að fallegu umhverfi fyrir þau á deildinni. Þau fá umbun umfram aðra sjúklinga á Vogi, t.d. pizzu, sjónvarpsþætti, bíómyndir og spil.

Heildstæð þjónusta

Eftir útskrift á Vogi stendur ungmennum til boða áframhaldandi 28 daga inniliggjandi eftirmeðferð á Vík, Kjalarnesi. Meðferðin á Vík er kynjaskipt.

Mikil þjónusta er fyrir ungmenni og aðstandendur þeirra í göngudeildum SÁÁ. Boðið er upp á foreldrafræðslu og stuðning fyrir aðstandendur, ráðgjafar eru til viðtals og veitt er fjölskyldumeðferð fyrir aðstandendur. Auk þessa er starfræktur vikulegur opinn meðferðarhópur með ráðgjafa og sálfræðingi fyrir ungt fólk með fíknsjúkdóm. Hópurinn hittist á miðvikudögum kl. 18.00 í Von, Efstaleiti 7.

Sálfræðiþjónusta barna er sérhæft inngrip í göngudeild SÁÁ fyrir börn sem eru aðstandendur (systkini, eða eiga foreldri með fíknsjúkdóm).