Valmynd
english

Karlameðferð

Að lokinni dvöl á Vogi koma nokkrar leiðir til greina fyrir framhald skipulagðrar meðferðar fyrir karlmenn.

Þeir sem búsettir eru á Reykjavíkursvæðinu, eru eldri en 25 ára og búa við nógu góðar félagslegar aðstæður og líkamlega heilsu eiga kost á göngudeildarmeðferð í Reykjavík fjögur kvöld í viku fyrstu fjórar vikurnar en síðan einu sinni í viku næstu þrjá mánuðina.

Annar möguleiki er fjögurra vikna endurhæfing á Staðarfelli á Fellsströnd í Dölum. Að lokinni dvöl á Staðarfelli býðst stuðningur frá göngudeild í 2-3 mánuði.

Karlar sem eru endurkomumenn eiga kost á sérstakri Víkingameðferð á Staðarfelli og að henni lokinni er þeim veittur stuðningur á göngudeild í eitt ár.

Karlar sem orðnir eru 55 ára eða eldri eiga kost á endurhæfingu á Vík á Kjalarnesi og eru þeir að jafnaði um fjórðungur sjúklinga þar. Meðferð karlanna er aðskilin frá kvennameðferðinni en matsalur og setustofur eru sameiginlegar.