Valmynd
english

Gátlisti fyrir Vík

Karla- og kvennameðferðin á Vík er að öllu leyti aðskilin, þar á meðal reykingasvæði og útivist. Samskipti kynja eru óleyfileg.

Ekki er heimilt að fara á eigin vegum á Vík. Farið er með bifreið frá Vogi á Vík á þriðjudögum og föstudögum. Mæting er á Vog kl. 09:00 að morgni og brottför kl. 09:30. Sama bifreið keyrir tilbaka á Vog. Ekki er heimilt að láta sækja sig á Vík.

Allir sem fara á Vík þurfa að greiða 74.000 kr. fyrirfram hjá riturum á Vogi eða millifæra í heimabanka og sýna kvittun fyrir greiðslunni við innskráningu á Vík. Ráðgjafar á Vogi geta veitt þér frekari upplýsingar um þetta.

Þú þarft að hafa með þér föt til 28 daga dvalar, inni- og útifatnað, inni- og útiskó. Þvottahús er á staðnum til að þvo fötin þín.

Munið að koma með ykkar föstu lyf á Vík fyrir a.m.k. 28 daga. Læknar á Vogi útbúa lyfjakort sem þú afhendir ráðgjafa á Vík með lyfjunum.

 • Heimsóknir á Vík eru aðeins fyrir maka og náin skyldmenni
 • Meðferðarstöðin á Vík leggur til sængurföt og handklæði
 • Kortasími er á staðnum
 • Það er lítil „sjoppa“ á Vík. Hægt er að kaupa gos, sælgæti, bækur, ritföng og síma¬kort sömu gerðar og á Vogi. Ekki er heimilt að láta senda sér sælgæti
 • Tóbak er ekki selt á Vík og rafrettur eru ekki leyfðar
 • Hægt er að nota debet- og kreditkort á Vík
 • Ekki er hægt að hringja beint í þig á Vík. Ráðgjafar taka við skilaboðum í neðangreindum vaktsíma frá þeim aðstandendum sem þú gefur leyfi fyrir
 • Ekki er leyfilegt að hafa með sér GSM-síma, útvarp, hljóðfæri, tölvur, vasa-hljómflutningstæki, bolta, lyftingalóð og önnur slík tæki eða búnað
 • Pakka- og peningasendingar þurfa að fara um Íslandspóst
  Póstfangið á Vík er:
  Meðferðarstöð SÁÁ
  Vík – Kjalarnesi
  162 Reykjavík
 • Vaktsíminn á Vík er: 530 7640 kvennameðferð og 530 7690 karlameðferð