Valmynd
english

Gátlisti fyrir Vog

Nauðsynlegt er fyrir sjúklinga sem leggjast inn á Vog að hafa eftirfarandi gátlista í huga yfir þá hluti sem þarf að hafa með sér á sjúkrahúsið:

  • Náttföt til skiptanna og náttslopp
  • Nærföt og sokka
  • Ullarnærföt til að nota innan undir náttföt
  • Inniskó
  • Snyrtidót
  • Úr og vekjaraklukku
  • Pening fyrir símakorti og/eða sælgæti
  • Þeir sem vilja reykja þurfa að hafa með sér sígarettur og annað tóbak eða nikótínlyf en athugið að rafsígarettur, vafningstóbak og vafðar sígarettur eru ekki leyfilegar á Vogi
  • Bækur eða annað lesefni
  • Lyf-lyfjakort

GSM síma og spjaldtölvur er ekki leyfilegt að hafa með sér á Vog.

Eins og aðrar sjúkrastofnanir er Vogur reyklaus. Þess vegna er búið að útbúa skýli utandyra fyrir þá sjúklinga Vogs sem vilja reykja.

Sjúklingum er skylt að klæðast í náttföt. Gott að hafa meðferðis hlý nærföt til að klæðast innan undir náttfötin, einkum að vetrarlagi.