Valmynd
english

Þjónusta við aðstandendur spilafíkla

Aðstandendur spilasjúklinga þurfa oft sérstaka aðstoð, hvort sem spilasjúklingurinn glímir enn við sinn vanda eða ekki. Þeir sem standa spilasjúklingum nærri geta sótt sér ráðgjöf og fræðslu á Göngudeildum SÁÁ í Reykjavík og á Akureyri.

Einkaviðtöl er hægt að panta í síma 530-7600 eða koma fyrirvaralaust í viðtal við vakthafandi ráðgjafa.

Sjálfshjálparsamtök

Spilasjúklingar og aðstandendur þeirra eiga sér samtök hliðstæð þeim sem alkóhólistar og aðstandendur þeirra hafa byggt upp (Alcoholics Anonymous og Al-Anon).

Spilasjúklingar hafa myndað Gamblers Anonymous eða GA-samtökin og fjölskyldur spilasjúklinga Gam-Anon.

Það er hægt að nálgast nýjustu upplýsingar um fundi í síma göngudeildar SÁÁ: 530-7600.