Mindfulness á föstudag

SÁÁ býður upp á hugleiðslunámskeið í Mindfulness með Ásdísi Olsen. Námskeiðið stendur í átta vikur og er haldið í Von í Efstaleiti. Kennt er í hádeginu á föstudögum, milli klukkan 12 og 13, og kostar þátttakan ekkert.

Fyrsti tíminn var föstudaginn 27. febrúar og sá þriðji verður haldinn nú á föstudaginn, 13. mars, klukkan tólf stundvíslega

Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir á þetta áhrifaríka og umbreytandi námskeið sem er ætlað þeim sem vilja taka ábyrgð á lífi sínu og líðan og öðlast færni til að njóta sín til fulls.

Hægt er að skrá sig til þátttöku í tímann á föstudaginn á síðu viðburðarins á Facebook, smellið hér.