Mindfulness hefst á ný í hádeginu á föstudag

Opnir tímar í Mindfulness með Ásdísi Olsen í Von, húsi SÁÁ í Efstaleiti, hefjast að ný eftir jólaleyfi föstudaginn 15. janúar kl. 12.10. Tímarnir standa til kl. 12.50.

Allir eru velkomnir hvort sem þeir hafa iðkað Mindfulness eða ekki. Athugið að tímarnir byrja klukkan 12.10 stundvíslega og fólki er ekki hleypt inn í salinn eftir að tíminn hefst.

Ásdís hélt Mindfulnessnámskeið fyrir SÁÁ vorið 2014 við góðar undirtektir. Þráðurinn var tekinn upp á ný nú í haust og nú er haldið áfram eftir stutt jólaleyfi.

Mindfulness er áhrifarík og umbreytandi iðkun fyrir þau sem vilja bera ábyrgð á líðan sinni og viðbrögðum og öðlast aukna hugarró, núvitund, sjálsstjórn, samkennd og sátt.

Ásdís Olsen kennir jákvæða sálfræði og Mindfulness við Háskóla Íslands. Hún er B.Ed. og MA að mennt og sérhæfð í áhrifaríkum aðferðum til að auka hamingju, vellíðan og sátt í lífi og starfi.

Nánar má fræðast um Ásdísi og Mindfulness á vef hennar, Hamingjuhusid.is. Sérstakur hópur er til á Facebook vegna þessara opnu tíma þar sem komið er á framfæri skilaboðum og efni til þátttakenda. Hæst er að skrá sig í hópinn hér.