Skip to content

Minningarorð um Gretti Pálsson

grettir-palsson

Grett­ir Páls­son, vin­ur minn og sam­starfsmaður til margra ára, er lát­inn sadd­ur lífdag­anna 83 ára að aldri. Dag­inn áður hitti ég hann og þá var hann ekki bugaðri en svo að hann hló og við gerðum að gamni okk­ar. Hann horfðist í augu við dauðann vel vak­andi og skýr og sagði mér að nóg væri komið að sinni. Ég óskaði hon­um til ham­ingju með 40 árin sem ég var bú­inn að ná og sagði hon­um að hann hefði átt mest­an þátt í að svo fór. Við féll­umst í faðma eins og hægt var og sögðum hvor öðrum hversu vænt okk­ur þætti um hvor ann­an.

Grett­ir var einn af frum­kvöðlum SÁÁ og oft fremst­ur meðal jafn­ingja á ár­un­um 1977-1997. Hann átti þátt í að koma meðferðinni á end­ur­hæf­ing­ar­heim­il­inu að Sogni af stað 1978 með öðrum. Hann sá um og stjórnaði meðferðardag­skránni sem miðaði að var­an­legu bind­indi fyr­ir sjúk­ling­anna í Reykja­dal frá janú­ar 1979 til júní sama ár. Hann mótaði meðferðina á Sil­unga­polli sem dag­skrár­stjóri þar fram í nóv­em­ber 1980. Þá fór hann vest­ur í Dali og kom meðferðinni á Staðar­felli af stað í nóv­em­ber 1980. 1985 tók hann við dag­skrár­stjórn­un á Sjúkra­hús­inu Vogi og var það til starfs­loka.

Þegar ég hugsa til hans og eft­ir­lif­andi konu hans, Odd­nýj­ar Jak­obs­dótt­ur, hvarfl­ar hug­ur­inn til ár­anna á Staðar­felli 1980-1985. Ég sé í huga mér unga at­hafna­mann­inn Gretti Páls­son sem fór til Löngu­eyju í New York og náði í meðferðardag­skrá sem hann flutti til Staðar­fells og lét þýða hana orð fyr­ir orð. Kom meðferðinni að stað nær einn með konu sinni. Hann tók á móti mér og fjöl­skyldu minni þegar ég kom þangað að sinna störf­um mín­um fjórðu hverja viku. Hann var aldrei kyrr, full­ur áhuga, lífs­glaður, orku­mik­ill og maður tókst all­ur á loft. Þar átt­um við oft bestu stund­irn­ar okk­ar sam­an ég og Hild­ur kona mín með þeim hjón­um og þá var unnið og skapað langt fram á nótt. Hann hélt leiftrandi er­indi fyr­ir sjúk­linga og starfs­fólk og hreif alla með sér.

Þegar ég hef dvalið við þess­ar minn­ingar um stund hvarfl­ar hug­ur­inn enn aft­ar og ég sé í huga mér stór­huga mann full­an af eld­móði sem gerði áfeng­is- og vímu­efnaráðgjöf fyrst­ur SÁÁ-manna að ævi­starfi sínu. Ég minn­ist fyrstu kynna okk­ar þegar ég var sjúk­ling­ur hans á Sogni og hversu nær­gæt­inn hann var við mig og góður þegar ég laut lægst og átti erfiðast á ævi minni. Slíku gleym­ir maður aldrei og þarna varð til var­an­leg djúp vinátta og gagn­kvæm virðing. Ég sé þau hjón­in á heim­il­inu sínu á Skóla­vörðustígn­um þar sem við Hild­ur kom­um oft og leituðum upp­örvun­ar og stuðnings á fyrstu ár­un­um okk­ar á bata­göng­unni.

Hugs­un okk­ar og samúð er hjá Odd­nýju, börn­um hans og barna­börn­um en í hug okk­ar hjón­anna lif­ir kær minn­ing um góðan dreng.

Þór­ar­inn Tyrf­ings­son, fyrr­ver­andi formaður og yf­ir­lækn­ir SÁÁ.

Höfundur greinar