Minningarsjóður Einars Darra gefur sjúklingum á Vogi jólagjöf

minningarsjodur-ed

Minningarsjóður Einars Darra kom færandi hendi á sjúkrahúsið Vog á aðfangadag og færði öllum sjúklingum jólagjöf. Um 60 einstaklingar eru í meðferð á Vogi yfir hátíðarnar og þar er hlýleg og góð jólastemming. Á aðfangadag var boðið upp á tónlistaratriði og eins og fyrri ár fengu allir bók í jólapakka á aðfangadagskvöld.

SÁÁ þakkar Minningarsjóði Einars Darra kærlega fyrir góðar gjafir og óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.