Nám í áfengis- og vímuefnaráðgjöf

Lausar eru til umsóknar stöður nema í áfengis- og vímuefnaráðgjöf við Sjúkrahúsið Vog. Starfshlutfall er 100%.

Helstu verkefni og ábyrgð

Námið fer fram á heilbrigðisstofnunum SÁÁ þar sem áfengis- og vímuefnaráðgjafanemar fá starfs- og námsaðlögun auk kennslu. Sjá nánar námskrá 

Hæfniskröfur

Stúdentspróf æskilegt.

Góð færni í mannlegum samskiptum og skipulögð vinnubrögð

Kjör fara eftir kjarasamningi SÁÁ og SFR. Umsóknum skal skilað á Sjúkrahúsið Vog, Stórhöfða 45, 110 Reykjavík eða í tölvupósti.

Nánari upplýsingar veitir Hjalti Björnsson, dagskrárstjóri s. 8247620, netfang: hjalti@saa.is