Nemendur MA styrkja SÁÁ á Akureyri

Góðgerðarvika
Huginn afhendir SÁÁ 950 þús. kr. Jón Már Héðinsson, skólameistari, Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir, formaður nemendafélagsins Hugins, Ásgerður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SÁÁ, Alfreð Steinmar Hjaltason, gjaldkeri nemendafélagsins og Hörður J. Oddfríðarson, dagskrárstjóri SÁÁ á Akureyri.

Nemendur í MA söfnuðu 950 þús. kr. fyrir göngudeild SÁÁ á Akureyri í góðgerðarviku skólans sem fram fór í þarsíðustu viku. Eins og flestir vita var göngudeildinni á Akureyri lokað 1. mars sl. vegna skorts á fjármagni og vildu nemendur í MA leggja sitt af mörkum til að tækist að opna göngudeildina aftur. Það gleður okkur að tilkynna að göngudeild SÁÁ á Akureyri var opnuð í gær og í dag frá kl. 15-17 er opið hús hjá okkur að Hofsbót 4, Akureyri. Allir velkomnir í kaffi og kleinur!

SÁÁ þakkar MA kærlega fyrir rausnarlega gjöf!

Nánari upplýsingar um starfsemina er að finna hér.