Norrænir læknar kynntu sér starfsemi SÁÁ

Norrænir læknar heimsóttu SÁÁ í dag og kynntu sér starfsemi sjúkrahússins Vogs og nýju eftirmeðferðarstöðina Vík á Kjalarnesi. Gestirnir eru hér á landi í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu í læknisfræði í Hörpu, NSCMID 2018 (Nordic Society of Clinical Microbiology and Infectious Diseases).

Áhugi gestanna á meðferðarstarfi samtakanna leyndi sér ekki. Aðbúnaður og umgjörð vakti sérstaka hrifningu, sem og heilsteypt meðferð með inngripi í vandann á mörgum stigum.

Viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn, mikið og fjölþætt inngrip í vanda þeirra sem sprauta í æð, og síðan skimun, greining og meðferð á lifrarbólgu C var það sem sneri einna helst að þessum sérfræðingahópi. Á ráðstefnunni í morgun var m.a. málþing um Lifrarbólgu C verkefnið, TraP HepC.