Nýr vefur SÁÁ er kominn í loftið!

Nýr vefur SÁÁ!

Vefurinn var endurhannaður frá grunni með áherslu á gott aðgengi að upplýsingum fyrir þá sem leita til samtakanna eftir þjónustu. Hraði og aðgengi var stórbætt og nýi vefurinn virkar jafnt í snjallsímum, spjaldtölvum, fartölvum og hefðbundnum borðtölvum.

Batadagatal og Batagjafir meðal nýjunga!

Meðal nýjunga á vefnum má nefna batadagatalið sem fer í gang á morgun - en á því birtist daglega gullmoli um bata meðan talið er niður til jóla.

Batagjafir SÁÁ hafa einnig verið færðar í jólabúning en þær eru frábær leið til að gleðja ástvini á aðventunni og styrkja um leið mikilvægt málefni.