Oddfellow styrkir Ungmennadeild Vogs

oddfellow
Á myndinni ery frá vinstri: Katrín Ella Jónsdóttir, frá SÁÁ, Kristbjörn Guðbjörnsson, Rúnar Pálsson, Magnús Helgason og Haukur Sigurðsson frá Oddfellow.

Oddfellow stúka 14, Bjarni riddari I.O.O.F. færði Ungmennadeild SÁÁ styrk að fjárhæð kr. 450.000 nú fyrir jólin.

Katrín E. Jónsdóttir, sálfræðingur Ungmennadeildar SÁÁ, tók á móti gjöfinni fyrir hönd SÁÁ.

"Það er mjög dýrmætt fyrir okkur að fá svona fjárstuðning. Það gerir okkur kleift að gera meira með ungmennunum okkar til að styrkja félagsskapinn og bæta úrræðið í heild sinni," sagði Katrín við þetta tilefni.

SÁÁ þakkar kærlega fyrir veglegan styrk og hlýhug!