Ólína verður gestur Heiðursmanna

Næsti fundur Heiðursmanna verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl. Gestur fundarins verður Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.

olinaÓlína er doktor í íslenskum bókmenntum og tók sæti á Alþingi við fráfall Guðbjarts Hannessonar á síðasta ári en sat áður á þingi frá 2009-2013. Hún er einnig þekkt fyrir störf sín á árum áður sem sjónvarpsfréttamaður, borgarfulltrúi í Reykjavík, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði og sitthvað fleira.

Að venju hefst fundurinn klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður.

Fundir Heiðursmanna eru haldnir annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600.