Opinn borgarafundur í Von í kvöld

SÁÁ boðar til opins borgarafundar um áfengis- og vímuefnavandann í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7, Reykjavík, þriðjudaginn 5. maí. Fundurinn hefst klukkan 20.00 og stendur til um það bil 22.00.

Á fundinum verða flutt erindi í tónum og tali.

Fram koma: Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, Sóley Kristjánsdóttir, nemi, Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari og Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. Fundarstjóri er Rúnar Freyr Gíslason, leikari.

Að loknum erindum verður gestum boðið að tjá sig og spyrja spurninga. Boðið verður upp á kaffi og með því. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgangseyrir er enginn.

Þetta er sjötti opni borgarafundurinn sem SÁÁ hefur boðað til víða um land síðasta árið. Nú er komið að Reykjavík. Fjölmennið á fundinn sem hefst klukkan 20:00.