Opinn fundur í SÁÁ klúbbnum í kvöld, 12. sept

Opinn fundur verður haldinn í SÁÁ-klúbbnum í kvöld, miðvikudaginn 12. september, kl. 19.30 í Von við Efstaleiti.

Arnþór Jónsson, stjórnarformaður SÁÁ, Valgerður Rúnarsdóttir forstjóri sjúkrahússins Vogs og Þórarinn Tyrfingsson, formaður SÁÁ klúbbsins, tala um stöðuna í vímuefnamálunum og rekstri SÁÁ.

Allir velkomnir!