Opinn fundur um biðlistann á Vogi

SÁÁ klúbburinn stendur fyrir opnum fundi um biðlistann á Vogi næstkomandi fimmtudag, 8. mars kl. 16.20. Biðlistinn eftir meðferð er mikið hitamál þessa dagana, enda í sögulegu hámarki, en nú bíða um 580 manns eftir innlögn.

Þórarinn Tyrfingsson verður fundarstjóri fundarins en í pallborði sitja Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, Sigurður Hektorsson, yfirlæknir fíknigeðdeilda geðsviðs Landspítala og Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ.

Fundurinn verður haldinn í Von, húsi SÁÁ í Efstaleiti 7, og eru allir velkomnir.