Opinn fundur um morfínskyld lyf

Morfínskyld lyf í Efstaleiti 7 kl 20.00 miðvikudag 18/4.

Hvað er verið að gera og hvað þarf að gera til að bregðast við vaxandi fíkn í morfínskyld lyf? Vandinn drepur börnin okkar. SÁÁ klúbburinn heldur fræðslu- og umræðufund um vandann á miðvikudagskvöldið 18. apríl kl 20.00 í Von Efstaleiti.

Eyþór Jónsson og Þórarinn Tyrfingsson læknar á Vogi halda stutt inngangserindi og skýra frá nýjum upplýsingum. Kolbeinn Óttarsson Proppé alþingismaður situr í pallborði , ásamt læknunum og Margeiri Sveinssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fundarstjóri verður Ingunn Hansdóttir. Aðstandendur eru hvattir til að mæta. Fréttamenn ættu ekki að láta fundin fram hjá sér fara.

Sjá viðburð á facebook >