Ráð Rótarinnar heimsótti Sjúkrahúsið Vog

Sex konur úr ráði Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, komu í heimsókn á Sjúkrahúsið Vog í dag og áttu þar góðan fund og gagnleg skoðanaskipti um konur, fíkn og meðferð.

Valgerður Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga og yfirlæknir Sjúkrahússins Vogs, tók á móti gestunum ásamt Ingunni Hansdóttur, yfirsálfræðingi SÁÁ, Þóru Björnsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Sjúkrahúsinu og Erlu Björgu Sigurðardóttur, félagsráðgjafa sem sæti á í framkvæmdastjórn SÁÁ.

Meðfylgjandi mynd var tekin að fundinum loknum og á henni eru frá vinstri: Margrét Valdimarsdóttir, Þóra Björnsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, Þórlaug Sveinsdóttir, Katrín G. Alfreðsdóttir, Áslaug K. Árnadóttir, Ingunn Hansdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir.  Margrét Gunnarsdóttir, ein gestanna, var farin þegar myndin var tekin. SÁÁ færir Rótarkonum bestu þakkir fyrir heimsóknina og góðan fund.