Ráðgjafanemar ljúka prófum

Á Þorláksmessukaffi SÁÁ fengu ráðgjafanemar viðurkenningar fyrir að hafa lokið áföngum í Skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsfólk.

Hólmfríður Víkingsdóttir, Sigurður Ómarsson, Guðrún Ágústa Ágústsdóttir og Agnar Egilsson fengu skírteini til staðfestingar því að hafa lokið forprófi. Sara Karlsdóttir og Kristinn Manuel Salvador fengu viðurkenningu fyrir lyfjapróf, sem þreytt er að loknum annars áfanga námsins, og Oddur Sigurjónsson stóðst lokapróf til löggildingar á starfsheitinu áfengis- og vímuefnaráðgjafi.

Myndirnar voru teknar þegar Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, og Páll Geir Bjarnason, dagskrárstjóri á Vogi, afhentu prófskírteinin.