Ráðgjafanemar luku áföngum

Í tengslum við aðalfund SÁÁ þann 1. júní sl. var athöfn þar sem dr. Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur SÁÁ og skólastjóri Skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsfólk, og Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, afhentu þremur ráðgjafanemum viðurkenningar fyrir að ljúka námsáföngum.

Birkir Björnsson og Guðlín Kristinsdóttir fengu viðurkenningu fyrir að hafa lokið frumprófi og Þorleifur Gunnlaugsson fékk viðurkenningu fyrir að ljúka prófi í lyfjafræði.

Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri.