Ráðgjafar SÁÁ á ráðstefnu í Bandaríkjunum

Talið frá vinstri: Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, Ásgrímur Jörundsson, Páll Geir Bjarnason, Gerry Schmidt, forseti Naadac, Birkir Björnsson, Gísli Stefánsson, Kristjörg Halla Magnúsdóttir og Sigurður Gunnsteinsson.

Sjö ráðgjafar SÁÁ fóru á árlega fagráðstefnu NAADAC um fíkn sem haldin var í Houston, Texas, í Bandaríkjunum dagana 5.-9. október sl. Ráðstefnan bar yfirskriftina Shoot for the Stars og voru þátttakendur rúmlega eitt þúsund áfengis- og vímuefnaráðgjafar víðs vegar að úr heiminum.

Á dagskránni voru áhrifaríkir og fjölbreyttir fyrirlestrar en auk þess að miðla þekkingu eru fagráðstefnur sem þessar gríðarlega mikilvægar til að efla tengsl og skiptast á skoðunum.

Sem dæmi um umfjöllunarefni má nefna aðgerðir yfirvalda í Bandaríkjunum gegn ópíóíðafaraldrinum, það nýjasta í kvennameðferð, rafræna heilbrigðisþjónustu í meðferðargeiranum og áhrif næringar á frumbata.