Ráðherrar heimsækja SÁÁ

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra heimsóttu SÁÁ í dag ásamt Önnu Lilju Gunnarsdóttur, ráðuneytisstjóra Velferðarráðuneytisins. Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs, og Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, tóku á móti gestunum, sýndu þeim sjúkrahúsið Vog og nýja meðferðarstöð samtakanna á Vík á Kjalarnesi.

Talið frá vinstri: Torfi Hjaltason, dagskrárstjóri á Vík, Þorleifur Gunnlaugsson, ráðgjafi, Hildur Þórarinsdóttir, læknir, Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri, Ásgerður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SÁÁ, Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur SÁÁ, Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra

Í heimsókninni fór Valgerður yfir þá þjónustu sem SÁÁ veitir fólki með fíknsjúkdóm og aðstandendum þeirra og afhenti Arnþór ráðherrunum greinargerð um þjónustu SÁÁ. Í henni er gerð grein fyrir viðbúnaði og þjónustumagni meðferðarþjónustu SÁÁ árið 2017, samhliða kostnaðargreiningu sem byggir á endurskoðuðu bókhaldi 2017.

Gestirnir sýndi málefninu mikinn áhuga og lýstu yfir ánægju með móttökurnar.