Ræðismaður heimsækir heiðursmenn

Næsti fundur Heiðursmanna verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar. Gestur fundarins verður Atli Ásmundsson, fyrrverandi ræðismaður Íslendinga í Winnipeg í Kanada, sem er mörgum SÁÁ mönnum að góðu kunnur. Atli hefur síðustu misseri haldið fleiri en fimmtíu erindi víða um land um Vestur-Íslendinga og tengsl þeirra við land og þjóð fyrr og nú og mun ræða þau mál við Heiðursmenn.

Að venju hefst fundurinn klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður.

Fundir Heiðursmanna eru haldnir annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600.