Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV gestur Heiðursmanna

rakelRakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV, er gestur næsta fundar Heiðursmanna, sem haldinn verður fimmtudaginn 8. desember. Rakel hefur verið fréttastjóri RÚV um tæplega þriggja ára skeið. Hún er með BA-gráðu í stjórnmálafræði og diplóma í hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í ljósvakafjölmiðlun (Broadcast Journalism) frá Emerson College í Boston. Rakel hefur starfað við fréttir hjá RÚV í 16 ár en var áður blaðamaður á Morgunblaðinu.

Að venju hefst fundurinn á fimmtudag klukkan 12 og stendur í um klukkustund. Á fundum Heiðursmanna er í boði léttur hádegisverður gegn vægu gjaldi, góður félagsskapur og fræðandi umræður.

Fundir Heiðursmanna eru haldnir yfir vetrarmánuðina, annan hvern fimmtudag í Von, húsi SÁÁ, Efstaleiti 7. Þeir sem hafa áhuga á starfi Heiðursmanna geta sent póst á netfangið heidursmenn@saa.is eða hringt í SÁÁ í síma 530 7600.