SÁÁ blaðinu dreift í hús

SÁÁ blaðið 3. tbl. 2014 er komið út og er því dreift í hús á höfuðborgarsvæðinu í dag, þriðjudag.

Blaðið liggur einnig frammi í fjölmörgum verslunum á Akureyri.

Hægt er að lesa blaðið á netinu með því að smella hér.

Forsíðuviðtal blaðsins að þessu sinni er við Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi og sérfræðing í fíknlækningum, og ræðir hún um konur og meðferð, tengsl áfalla og meðferðar, fíknlækningar og fleira.

Þórarinn Tyrfingsson, forstöðulæknir SÁÁ, er einnig í viðtali þar sem annars vegar er rætt um skaðaminnkun í starfi SÁÁ og hins vegar um unglingana á Vogi en 3.700 unglingar hafa verið vistaðir á unglingadeildinni frá því hún tók til starfa árið 2000.

Einnig segja sex konur frá reynslu sinni af kvennameðferð SÁÁ á Vík og sagt er frá starfsemi göngudeildar SÁÁ á Akureyri, og áformum um að auka sálfræðiþjónustu barna og vinna á þeim biðlista sem þar hefur myndast. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, skrifar áramótapistil í blaðið og sagðar eru helstu fréttir úr félagsstarfinu frá því í haust.

Ritstjóri blaðsins er Pétur Gunnarsson, sem einnig annaðist efnisöflun. Ljósmyndir eru eftir Spessa og fleiri.