SÁÁ býður í reisugildi á Vík

SÁÁ býður til reisugildis á Vík á Kjalarnesi föstudaginn 17. mars, kl. 15, til að fagna því að ný meðferðarstöð sem verið er að byggja á staðnum er orðin fokheld og rúmlega það.

Kaffi og kruðerí verða í boði og eru allir velunnar samtakanna boðnir velkomnir.

Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin þann 22. apríl síðastliðin. Áætlað er að nýbyggingin verði fullkláruð snemma í sumar og að 40 ára afmæli samtakanna verði fagnað þann 1. október næstkomandi með því að öll heilbrigðisþjónustusta SÁÁ verði þá komin í húsnæði sem samtökin hafa byggt sjálf.

Hér að neðan er myndband sem tekið var á byggingastaðnum þann 9. febrúar síðastliðinn: