SÁÁ ekki lengur þátttakendur í rekstri spilakassa

Einar HermanssonÁ fundi 48 manna stjórnar SÁÁ þann 10. desember síðastliðinn var samþykkt, með miklum meirihluta, að hætta þátttöku í rekstri Íslandsspila og slíta þannig samstarfi við meðeiganda okkar. Þar með lýkur endanlega samþykktarferli innan SÁÁ og nú eingöngu eftir að ganga frá formlegri pappírsvinnu þessu tengdu.

Þetta er stór dagur í sögu SÁÁ, því eftir rúm 30 ár eru samtökin ekki lengur þátttakendur í rekstri spilakassa. Málið var unnið í góðri sátt við stjórn Íslandsspila, Rauða krossins og Landsbjargar.

 

Einar Hermansson

Formaður SÁÁ