Saga af ráðgjafa og upphafi að nýju lífi

Í veik­ind­un­um, sem byrjuðu sum­arið 2013, hef­ur þróun, af­leiðing­ar og bata­gang­an verið margt lík því sem ég upp­lifði fyr­ir 23 árum síðan. 4. sept­em­ber 1993 var fyrsta skrefið í átt að nýju lífi. Í til­efni þess­ara tíma­móta lang­ar mig að segja frá hvernig ég komst á ról í líf­inu og haldið mér á beinni braut síðan.

einar-askelsAlkó­hólismi hef­ur haft áhrif á mig frá barnæsku. Fyrst sem aðstand­andi og síðar sem neyt­andi. Frá því ég smakkaði fyrst áfengi 14 ára fór sjúk­dóm­ur­inn að þró­ast. Þó ég væri á kafi í íþrótt­um og stefndi hátt, þá þróaði ég sjúk­dóm­inn hratt. Fót­bolt­inn var mitt líf og ung­ur var ég kom­inn í efstu­deild­arlið og ung­linga­landslið. Draum­ur­inn var at­vinnu­mennska. Var mjög efni­leg­ur og aldrei að vita að það hefði tek­ist. Alkó­hólismi eyðilagði minn eina draum. Ekki mitt mark­mið að klúðra mín­um draumi. Ég missti öll tök um 18 ára. Í nokk­ur ár lifði ég stjórn­lausu lífi. Stefnu­laus og neysl­an jókst og ég gat ekki tekið þátt í þjóðfé­lag­inu. Tók langa túra. Var alltaf að týn­ast. Gat skriðið heim og jafnað mig og tekið út frá­hvörf­in.

23 ára fór ég fyrst í meðferð. Eft­ir neyslutúr þar sem ég húkti í yf­ir­gefnu hún­sæði og svaf á pappa­köss­um. Ekki í fyrsta skiptið. Týnd­ur og búið að augýsa eft­ir mér í fjöl­miðlum. Aldrei vildi ég líta á mig sem alkó­hólista og var í af­neit­un alla tíð. Mín hug­mynd um alkó­hólista voru rón­arn­ir. Í raun var ég ekk­ert öðru­vísi í lok­in! Ég fannst og ekk­ert elsku mamma leng­ur. Í meðferð.

Í meðferðinni kynnt­ist ég nýrri ver­öld. Ég var fljót­ur að sam­svara mig við ein­kenni alkó­hól­isma og það væri ekki það versta sem gæti komið fyr­ir mig. Man að mér þótti gam­an inn á Vogi eft­ir að ótt­inn rann af mér. Fór í fram­haldsmeðferð að Staðar­felli í Döl­um. Minn­ing­in í dag um þá meðferð er góð. Þarna leið mér vel í fyrsta skiptið. Það sit­ur fast­ast í minn­ing­unni.

Fyrsta meðferðin dugði í um 3 mánuði. Datt í það í einn sól­ar­hring. Þá tók við um 4 ára tíma­bil í stöðugu basli. Náði nokkr­um mánuðum. Sprakk. Í dag sé ég ástæðuna. Ég bar í mér þung­an sárs­auka og var illa mótaður af kvíða og ótta sem ég breiddi yfir með grím­um. Mér var ómögu­legt að opna mig. Ég var meðvirk­ur og skít­hrædd­ur við höfn­un. Fixaði mig á öðru en vímu­efn­um s.s. kon­um! Alltaf að rembast að verða „eitt­hvað“ til að sýna hvað ég væri frá­bær. Sat hræðilega í mér að hafa klúðrað fót­bolt­an­um. Niður­lægj­andi. Ég reyndi að koma til baka en þá gaf lík­am­inn sig. Tveir upp­skurðir á hnjám með nokk­urra mánaða milli­bili bundu enda á draum­inn. Upp úr því lenti ég í versta fall­inu og tók neyslutúr þar sem ég gekk alla leið. Varð fár­veik­ur í kjöl­farið og tók mig nokkra mánuði að jafna mig. Ég kynnt­ist konu og hóf sam­búð ásamt 6 ára dótt­ur henn­ar. Náði þá lengsta edrú­tíma­bili mínu. Var samt ekki virk­ur í pró­gramm­inu. Við náðum vel sam­an. Í sam­búðinni komst ég að mig skorti marga kafla í þroska og sam­skipt­um. Ég fún­keraði illa í heil­brigðu and­rúms­lofti! Ég átti það til að búa til óþarfa vesen út af engu. En eitt­hvað sá hún gott og fal­legt við mig. Þetta gat þó aðeins endað á einn veg. Gerðist sem ég óttaðist mest af öllu í líf­inu. Mér var hafnað. Af konu! Auðvitað, þrátt fyr­ir að þykja mjög vænt um mig, gat hún ekki um­borið mann sem var í ójafn­vægi, meðvirk­ur og sí­fellt í vörn. Skildi hana mæta­vel síðar.

Þetta var vorið 1993. Ég hellti í mig án þess að lenda á fylle­rí. Í krón­ískri ástarsorg að drep­ast úr þrá­hyggju og sjálfs­vorkunn. Sum­arið 1993 var öm­ur­legt. Gat ekki verið í neyslu. Gat ekki verið edrú. Það var rek­in göngu­deild hjá SÁÁ á þess­um tima (og er enn). Þar starfaði ráðgjafi sem ég hafði kynnst. Sýndi mér ein­stakt umb­urðarlyndi og skiln­ing. Fyr­ir hans hvatn­ingu ákvað ég að fara enn einu sinni í meðferð. Hafði enga trú á henni.

Átti inn­lögn laug­ar­dag­inn 3. sept­em­ber 1993. Ætlaði mér edrú inn. Flaug á laug­ar­dags­morgni. Átti að vera mætt­ur á Vog fyr­ir há­degi. Á Reykja­vík­ur­flug­velli sett­ist ég og hug­ur­inn eins og hvirf­il­vind­ur. Fékk mér bjór á flug­vell­in­um. Róaði mig. Svo ann­an. Ákvað að taka leigu­bíl inn á bar í miðbæ Reykja­vík­ur. Sat þar og sötraði. Þá hellt­ist yfir mig löng­un í spítt eða kók. Gruflaði núm­erið á díler og hringdi.Var sótt­ur á bar­inn og farið í íbúð. Þar man ég að voru ein­hverj­ir dúdd­ar. Ég tróð í mig spítt­inu og varð rænu­laus. Man ekk­ert meir! Vaknaði inn á Vogi á sunnu­deg­in­um. Hvernig ég komst þangað man ég ekki. Kom um kvöldið og var svo æst­ur að það þurfti að sprauta mig niður. Þetta var mitt síðasta fylle­rí. Laug­ar­dag­inn 3. sept­em­ber 1993. Því lít ég á 4. sept­em­ber sem minn edrúdag.

Mér leið öm­ur­lega fyrstu daga á Vogi. Paranojaður og í vörn. Breiddi yfir með hroka. Sýndi svip svo fólk veigraði sér að bjóða mér góðan dagi. Tauga­kerfið í rúst, lífslöng­un­in eng­in, hafði eng­an áhuga að vera þarna, sá ekki ljós­an punkt í til­ver­unni. Ég var þar í 25 daga minn­ir mig. Ekki hleypt í eft­ir­meðferð fyrr en í lág­mark­s­jafn­vægi. Ég fór í svo kallað „Vík­inga­pró­gramm“. Þar var ráðgjafi sem hélt mér gang­andi. Stappaði í mig stál­inu. Ég var þung­ur, ónæmis­kerfið viðkvæmt. Var fíl­hraust­ur að eðlis­fari en svona var komið fyr­ir mér. Pjakk á milli tví­tugs og þrítugs.

Við tók eft­ir­meðferð á Staðar­felli. Þar fór mér að líða bet­ur. Byrjaði að skrifa dag­bók á kvöld­in og fékk út­rás. Eft­ir 2 vik­ur af 4 birt­ist ráðgjaf­inn minn af Vogi til að taka við vík­inga­grúbbunni. Mér fannst það frá­bært. En ekki lengi. Þá var ég bú­inn að gera drög að bata­áætl­un og fyrri ráðgjafi samþykkt. Þessi ráðgjafi byrjaði á að rífa planið fyr­ir fram­an alla. Af­greiddi sem bull! Ég var bál­reiður, eins og hann vissi. Hann fékk mig ein­an í grúbbunni að gera verk­efni s.s. að skrifa niður til­finn­ing­ar sem ég fann yfir dag­inn. Lesa í grúbbunni dag­inn eft­ir. Þetta var niður­lægj­andi og byrjaði að leggja fæð á mann­inn sem peppaði mig upp á Vogi! Leið varla grúbba án þess ég reidd­ist út í hann. Hann vissi það og gerði í því. Hann vissi líka að ég myndi gera allt til að sýna hon­um í tvo heim­ana. Las mig sem opna bók. Í einni grúbbunni tók hann sig til og lýsti mér sem karakt­er og ég gleymi aldrei sem hann sagði. Ein­ar, ef ég væri þú, þá myndi ég fá mér bol og láta prenta á hann „ég er ekki best­ur“, „ég veit ekki allt“, „ég kann ekki allt“ og eitt­hvað fleira! Og ganga um all­ar göt­ur Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar í boln­um! Ég brjálaðist inn í mér!

Niður­læg­ing­in! Þetta var rétt fyr­ir út­skrift úr meðferðinni. Ég var far­inn að kvarta og kveina yfir hon­um og sum­ir grúbbu­fé­lög­un­um fannst nóg komið. Þrjósk­an og keppn­is­skapið var þannig að ég ætlaði ekki að láta þenn­an kall slá mig út! Ná­kvæm­lega sem var mein­ing­in hjá hon­um. Útskriftarplanið mitt er lík­leg­ast með þeim ein­fald­ari sem hef­ur verið gert. Ég átti að hitta ráðgjaf­ann í göngu­deild­inni á Ak­ur­eyri sem myndi segja hvað ég ætti að gera næst! Takk fyr­ir! Svo gaf hann mér smá út­skýr­ingu í lok­in. Hún var hörð og bein. Ein­ar, ég sá þegar þú komst nær dauða en lífi inn á Vog. Þú er langt geng­inn alkó­hólisti og átti eng­an séns eft­ir. Svo kem ég hingað og þú ert far­inn að taka stjórn­ina á eig­in lífi. „Manipuler­ar“ ráðgjafa til að samþykkja plan sem hent­ar þér … en ekki bat­an­um þínum. Þetta er þitt stærsta vanda­mál og hindr­un í að vera edrú. Þú kem­ur fram eins og þú get­ir stjórnað þér og öll­um. Bað mig svo vel að lifa! Ég hugsaði hon­um áfram þegj­andi þörf­ina.

Ég fór til Ak­ur­eyr­ar og hitti minn ráðgjafa þar. Þar átti ég að mæta í grúbbu einu sinni í viku í heilt ár. Ég ætlaði að sýna „fífl­inu“ að ég myndi klára! Ég kvartaði strax yfir illri meðferð frá ráðgjaf­an­um á Staðar­felli. Hélt hann myndi taka und­ir. Nei fór að hlægja og ég man von­brigðin. Hann út­skýrði vel fyr­ir mér hvers vegna þess­ari taktík var beitt á mig. Þetta var eina leiðin til að ná til mín. Þýddi ekk­ert að klappa mér á bakið. Ég er svo hvat­vís og flökt­andi sveim­hugi að um leið og ég hress­ist, rýk ég í gang og fer að gera allt eft­ir mínu höfði. Ómeðvitað. Þetta var vitað og þekkt. Þess vegna beitti hann mig þess­ari hörku til að brjóta í mér hrok­ann. Það virkaði full­kom­lega miðað við viðbrögðin mín því ég gerði allt sem ég var beðinn um!

23 árum síðar brosi ég að þessu. Þetta varð til þess að ég fór að ná ár­angri. Til­bú­inn að lúta leiðsögn. Þetta varð til þess að ég þorði í fyrsta sinn á æv­inni að horf­ast í augu við sjálf­an mig sem var grunn­ur­inn að bat­an­um. Upp úr þessu eignaðist ég líf sem ég var bú­inn að úti­loka ég myndi upp­lifa. Þökk sé m.a. þess­um ráðgjafa. Þetta var upp­hafið að því að ég gat tek­ist á við lífið án deyfi­lyfja. Og hef gert síðan.

Þó mikið hafi gengið á í líf­inu mínu und­an­far­in 2-3 ár þá sit ég nú þakk­lát­ur að hafa auðnast að verða edrú ekki eldri en þetta og nýtt tæki­færið að byggja mér upp líf.

Þetta er hægt. Þó maður upp­lifi sig von­laus­an og dæmi sig úr leik. Eins og ég gerði.

Einar Áskelsson skrifar meðal annars reglulega pistla á mbl.is, þar sem þessi pistill birtist fyrst 10. september 2016.