Samstarf SÁÁ og Atlantsolíu ber árangur

Fyrir um ári síðan gerðu SÁÁ og Atlantsolía með sér samning um sérstakan SÁÁ-dælulykil.  Með því að nota lykilinn fær fólk að minnsta kosti sex króna fastan afslátt af eldsneytislítranum en auk þess renna tvær krónur af hverjum lítra til Barnahjálpar SÁÁ.  Á dögunum afhenti Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdarstjóri Atlantsolíu, Ásgerði Theódóru Björnsdóttur, framkvæmdarstjóra SÁÁ, framlag ársins 2014 að upphæð 1.279.276 krónum.

„Við erum mjög ánægð með þennan samning”, segir Ásgerður og hvetur alla til að vera með.

„Það græða allir á þessu samstarfi.  Dælulyklahafar fá góðan afslátt og SÁÁ nýtur góðs í leiðinni.  Þetta skiptir okkur miklu máli”.

Guðrún Ragna tekur í sama streng:  „Við hjá Atlantsolíu erum virkilega stolt af þessu samstarfi.  Við bjóðum viðskiptavinum okkar góð kjör og  styrkjum þetta góða og þarfa málefni.”

Barnahjálp SÁÁ aðstoðar börn sem þjást vegna vímuefnaneyslu foreldra sinna.   Ása Margrét Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hefur umsjón með Barnahjálpinni.  „Við sjáum á börnunum að meðferðin gefur góða raun.  Það hvetur okkur til að halda áfram með þetta mikilvæga starf”, segir Ása Margrét.

Allir geta fengið sér SÁÁ-dælulykil Atlantsolíu og tekið þátt í að styrkja Barnahjálp SÁÁ ásamt því að fá eldsneyti á góðum afslætti.  Það er einfalt. Eina sem þarf að gera er að smella hér og fylla inn upplýsingar. Dælulykillinn berst þá heim í pósti innan örfárra daga.

Höfundur greinar