Opna-SAA

Ánægjulegu fréttirnar af unga fólkinu

Það er mikið fagnaðarefni að áfram fækkar innlögnum á sjúkrahúsinu Vogi í yngsta hópnum 19 ára og yngri. Sama er að segja um þróunina í heild fyrir 25 ára og yngri. Á síðustu tíu árum hefur innlögnum einstaklinga í þessum aldurshópi fækkað hægt og bítandi eins og sjá má í meðfylgjandi grafi. Á það er vert að benda að sérstaklega hefur verið hugað að snemmtæku inngripi fyrir ungmenni 25 ára og yngri með fíknsjúkdóm og er fækkunin því ekki vegna skerðingar á aðgengi í Covid-19 faraldrinum.