Myndbönd

Vík þann 17. júní 2017

Myndbandið var tekið úr dróna við Vík á Kjalarnesi þann 17. júní 2017 en þar standa yfir miklar byggingaframkvæmdir á landi SÁÁ. Tugir manna eru að störfum innandyra í nýbyggingunum við að fullgera nýja, glæsilega meðferðarstöð sem tekin verður í notkun í haust, um svipað leyti og því er fagnað að 40 ár eru liðin …

Vík þann 17. júní 2017 Lesa meira »

Nýbyggingin á Vík 24. apríl 2017

Mynd sem tekin var úr dróna af byggingarframkvæmdum á landi SÁÁ við Vík á Kjalarnesi þann 24. apríl 2017. Ráðgert er að ný meðferðarstöð verði fullbúin og tekin í notkun um það leyti sem 40 ára afmæli SÁÁ verður fagnað þann 1. október 2017. Þaki hússins var lokað um miðjan febrúar sl. og fjölmennt reisugildi var …

Nýbyggingin á Vík 24. apríl 2017 Lesa meira »

Ný Vík orðin fokheld

Nýbyggingar SÁÁ við Vík á Kjalarnesi. Myndbandið tók Ólafur Kristjánsson úr dróna þann 17. mars en þann dag var haldið reisugildi til að fagna því að byggingarnar eru orðnar rúmlega fokheldar og framkvæmdum er haldið áfram innandyra og utan af fullum krafti. Ráðgert er að ný meðferðarstöð verði fullbúin og tekin í notkun um það …

Ný Vík orðin fokheld Lesa meira »

Valgerður Rúnarsdóttur í viðtali á Hringbraut

Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, var gestur Helga Péturssonar í þættinum Okkar fólk á sjónvarpsstöðinni Hringbraut nýlega og ræddi um áfengisvanda eldri borgara við Helga og Rafn Jónsson frá Embætti landlæknis.

Þórarinn Tyrfingsson í viðtali við Björn Bjarnason á ÍNN

Viðtalið að ofan var frumsýnt á ÍNN í gærkvöldi. Þar ræðir Björn Bjarnason við Þórarin Tyrfingsson, forstjóra Sjúkrahússins Vogs, um stöðuna í málum SÁÁ og er komið víða við, meðal annars ræðir Þórarinn um vaxandi áhrif sálfræðilegrar þekkingar á eftirmeðferð eins og þá sem SÁÁ veitir að lokinni afeitrun og byrjandi meðferð á Sjúkrahúsinu Vogi. …

Þórarinn Tyrfingsson í viðtali við Björn Bjarnason á ÍNN Lesa meira »

Byggingasvæðið á Vík

Vídeóið að ofan var tekið af Ólafi Kristjánssyni úr dróna yfir byggingasvæðinu á landi SÁÁ á Vík á Kjalarnesi. Þar rís nú fullkomin meðferðarstöð með stórbættri aðstöðu fyrir sjúklinga og starfsfólk samtakanna. Myndin var tekin 4. júlí meðan verið var að vinna við jarðvegsskipti og sökkla. Hér að neðan er svo ljósmynd sem tekin var …

Byggingasvæðið á Vík Lesa meira »

Ráðherrann trúir mér ekki, segir Þórarinn

Myndbandið að ofan er úr þættinum Þjóðbraut á Hringbraut þar sem Sigurjón M. Egilsson ræddi við Þórarin Tyrfingsson um stöðuna í samskiptum ríkisins og SÁÁ sunnudaginn 4. september sl. Viðtalið er um 20 mínútna langt og tilefni þess er hin harðorða ályktun aðalstjórnar SÁÁ frá 25. ágúst sl. þar sem stjórnin segir m.a.: “Aðalstjórn SÁÁ telur …

Ráðherrann trúir mér ekki, segir Þórarinn Lesa meira »

Þórarinn Tyrfingsson í viðtali á Hringbraut

Meðfylgjandi myndband sýnir viðtal Sigurjóns M. Egilssonar á sjónvarpsstöðinni Hringbraut við Þórarin Tyrfingsson sem var frumsýnt 21. júní. Þeir ræða stöðuna sem blasir við SÁÁ og þann árangur sem starf samtakanna hefur skilað, svo sem það að nýgengi vímuefnasjúkdómsins fer lækkandi hér á landi og unnið er að lyfjameðferð við lifrabólgu C sem gengur vonum framar. Einnig …

Þórarinn Tyrfingsson í viðtali á Hringbraut Lesa meira »

Fíknlækningum fleygir fram

Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins Vogs, segir að þótt það sé flóknara en fyrr að veita alkóhólistum og vímuefnasjúklingum meðferð sé þekkingin nú mun meiri en áður. Ef menn hafi vald á þeirri þekkingu sé starfið auðveldara og meðferðin betri. Gagnger umbylting hafi orðið á vísindaviðmiðum í fíknlækningum. Þekking á heilasjúkdómi áfengis- og vímuefnafíknar sé komin langt …

Fíknlækningum fleygir fram Lesa meira »

Þórarinn Tyrfingsson í viðtali á Hringbraut

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ og lækningaforstjóri á Vogi, var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Þjóðbraut á sjónvarpsstöðinni Hringbraut að kvöldi fyrsta dags Álfasölunnar, 10. maí. Þeir ræddu vítt og breitt um vímuefnamál og heilbrigðisþjónustu SÁÁ.

Greta Salóme: "Ég hvet alla til að kaupa SÁÁ Álfinn"

Greta Salóme keypti fyrsta Álfinn þetta árið en Álfasala SÁÁ árið 2016 er að hefjast og stendur næstu daga. “Ég hvet alla til þess að kaupa SÁÁ Álfinn. Hann er ógeðslega sætur með bleikan hanakamb,” voru skilaboð Gretu Salóme við þetta tækifæri en hún stígur á svið í Stokkhólmi sem fulltrúi Íslands í Eurovision að …

Greta Salóme: "Ég hvet alla til að kaupa SÁÁ Álfinn" Lesa meira »

Fíkn – íslenska leiðin 4. þáttur

Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, var viðmælandi Páls Magnússonar á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gær, fimmtudaginn 17. mars. Þetta var fjórði þáttursem SÁÁ og Hringbraut hafa átt samstarf um að gera.

Fíkn – íslenska leiðin 3. þáttur

Dr. Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur SÁÁ, var viðmælandi Páls Magnússonar á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gær, fimmtudaginn 17. mars. Þetta var þriðji þáttur af fjórum sem SÁÁ og Hringbraut hafa átt samstarf um að gera. Næsti þáttur verður sýndur fimmtudaginn 31. mars, skírdag og þá verður rætt við Arnþór Jónsson, formann SÁÁ.

Fíkn – íslenska leiðin 2. þáttur

Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á sjúkrahússinu Vogi, var viðmælandi Páls Magnússonar á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gær, fimmtudaginn 17. mars. Þetta var annar þáttur af fjórum sem SÁÁ og Hringbraut hafa átt samstarf um að gera. Næsti þáttur verður sýndur fimmtudaginn 24. mars, skírdag, kl. 20 og þá verður rætt við Ingunni Hansdóttur, yfirsálfræðing SÁÁ.

Fíkn – íslenska leiðin

Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri sjúkrahússins Vogs, ræddi um fíknlækningar, starfið á Vogi og meðferð SÁÁ, í ítarlegu viðtali við Pál Magnússon á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gær, fimmtudaginn 10. mars. Viðtalið var fyrsti þáttur af fjórum sem SÁÁ og Hringbraut hafa átt samstarf um að gera. Næsti þáttur verður sýndur fimmtudaginn 17. mars kl. 20 og þá verður …

Fíkn – íslenska leiðin Lesa meira »

Reynslusögur að norðan

Í þættinum Milli himins og jarðar á sjónvarpsstöðinni N4 á Akureyri ræddi séra Hildur Eir Bolladóttir við Birnu Rún Arnarsdóttur og Hannes Kristjánsson um hvernig það er að hætta að drekka hvort sem er á eigin vegum eða með því að fara í meðferð hjá SÁÁ.

Af hverju er svona erfitt að hætta?

Myndband frá bandarísku alríkisstofnuninni NIDA, National Institute on Drug Abuse (NIDA/NIH), um vímuefnafíkn og það hvers vegna það er svona erfitt að hætta vímuefnanotkun án hjálpar. NIDA hefur árum saman verið samstarfsaðili SÁÁ og hefur m.a. styrkt vísindarannsóknir á vegum samtakanna. https://youtu.be/zV6zKmt7S5E

Kannabis, eðli og eiginleikar

Yfirgripsmikið erindi Þórarins Tyrfingssonar á fræðslumálþingi um kannabis sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík 1. júní sl. á vegum Fræ, fræðsla og forvarnir. Eðli og eiginleikar kannabisefna, áhrif þess á líkamlega heilsu og meint læknisfræði- og lyfjagildi var heiti erindisins. Fjölmörg fróðleg erindi voru haldin á málþinginu og eru þau aðgengileg á vefnum Bara …

Kannabis, eðli og eiginleikar Lesa meira »

Kannabis: Álitamál um stefnu stjórnvalda

Erindi Þórólfs Þórlindssonar, prófessors í félagsfræði við HÍ, á fræðslumálþingi um kannabis sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík 1. júní sl. á vegum Fræ, fræðsla og forvarnir.  Heiti erindisins var: Álitamál varðandi núverandi stefnu, hugmyndir um afglæpavæðingu/lögleyfingu. Fjölmörg fróðleg erindi voru haldin á málþinginu og eru þau aðgengileg á vefnum Bara gras, en nokkur einnig birt …

Kannabis: Álitamál um stefnu stjórnvalda Lesa meira »

Dr. Nora Volkow, forstjóri NIDA

Myndband sem SÁÁ lét gera um fíknsjúkdóminn og rannsóknir og meðferð við honum í tilefni af heimsókn dr. Nora Volkow, forstjóra bandarísku stofnunarinnar National Institute on Drug Abuse (NIDA), til samtakanna í júlí árið 2008. Einnig er rætt við dr. Jag H. Khalsa, stjórnanda vísindarannsókna hjá NIDA, dr. Timothy Flanigan og dr. Ernu Milu Kojic, …

Dr. Nora Volkow, forstjóri NIDA Lesa meira »

Bara gras?

Valgerður Rúnarsdóttir, sérfræðilæknir í fíknlækningum á Vogi, flutti opinn hádegisfyrirlestur í Von , húsi SÁÁ, í desember 2012 um “gras” og “grasreykingar” og kannabisfíkn. Langflestir sem koma í meðferð á Vog fyrir þrítugt koma þangað vegna kannabisneyslu.