Ingunn Hansdóttir á Bylgjunni
Ingunn Hansdóttir yfirsálfræðingur SÁÁ í viðtali á Bylgjunni 26. janúar 2022:
Ingunn Hansdóttir yfirsálfræðingur SÁÁ í viðtali á Bylgjunni 26. janúar 2022:
Sara Karlsdóttir og Rakel Birgisdóttir starfa báðar á Vík sem áfengis- og vímuefnaráðgjafar með sérverkefni. Þær voru báðar á Vík í sinni meðferð og þekktu því umhverfið og starfið vel þegar þær hófu störf. Umhverfið og andrúmsloftið á Vík segja þær einstakt og hvoru tveggja eigi stóran þátt í bata þeirra sem þar dvelja …
Sá ánægjulegi áfangi náðist nýverið að börnum á biðlista eftir sálfræðiþjónustu hjá SÁÁ fækkaði niður í 10 börn en á listanum voru 110 börn í júlí síðastliðnum. Þær Arndís Sverrisdóttir og Silja Jónsdóttir, sem starfa sem sálfræðingar hjá samtökunum, segja að þennan góða árangur megi þakka breyttu fyrirkomulagi. Það hefur í för með sér …
María Ólafsdóttir ræddi við Söndru Dögg Björnsdóttur, Tita Valle og Þóru Björnsdóttur Samheldið teymi hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, ráðgjafa, sálfræðinga og lækna á sjúkrahúsinu Vogi vinna í sameiningu að því að hjálpa fólki að ná bata. Á Vog leitar ólíkur hópur fólks allt frá 18 ára til áttræðs sem er misjafnlega langt leitt í neyslu. …
Meðferð snýst um uppbyggingu, stuðning, fræðslu og eftirfylgni Lesa meira »
María Ólafsdóttir ræddi við Ara Þorsteinsson. „Ég hef aldrei stundað tannlækningar ég á það alveg eftir,“ segir Ari Þorsteinsson kankvís þar sem hann situr á móti mér á skrifstofunni sinni í Efstaleitinu. Ari hefur gegnt starfi umsjónarmanns fasteigna hjá SÁÁ síðan í byrjun desember síðastliðnum og er í mörg horn að líta í fjölda bygginga …
„Ég hef aldrei stundað tannlækningar ég á það alveg eftir“ Lesa meira »
Katrín Ella Jónsdóttir, sálfræðingur og Júlía Aspelund, lýðheilsufræðingur og verkefnastjóri hjá SÁÁ, vinna að mótun og breytingum á ungmennameðferð samtakanna. Þær segja Akkilesarhæl ungmennanna helst vera hugarfarið um að þau séu óstöðvandi og ósigrandi. Þannig ofmeti þau oftar en ekki getu sína og vanmeti vandann. Megin stefið í ungmennameðferðinni er að valdefla ungmennin þannig að …
Siggi Gunnsteins er kvikur og léttur á fæti, brosmildur og fljótur í tilsvörum. Hann er einn elsti og reyndasti áfengis- og vímuefnaráðgjafi landsins – fagnar 40 ára starfsafmæli á árinu. Í vor urðu líka þau tímamót í lífi Sigga að hann átti 40 ára edrúafmæli. Þann 8. maí 1978 fór Siggi í afeitrun upp í …
Þegar fjölskyldur sameinast veit ég að ég er að gera gagn Lesa meira »
Rætt við Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni á Sjúkrahúsinu Vogi um starfsemi SÁÁ í 40 ár, ósnertanlega fíla og útrýmingu lifrarbólgu C Hér fer á eftir viðtal við Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi, sem birtist fyrst í 10. tbl. Læknablaðsins árg. 2016: Hér á árum áður var talsvert deilt um það hvort áfengis- og vímuefnafíkn væri sjálfstæður …
Hildur Þórarinsdóttir, læknir hjá SÁÁ, hélt erindi á Læknadögum í gær þar sem hún fjallaði um áfengismisnotkun aldraðra en margt bendir til þess að um falinn og vaxandi vanda sé að ræða. Erindið vakti athygli og birtust viðtöl við Hildi bæði á mbl.is og visir.is. Hér á eftir fer viðtalið sem Þórunn Kristjánsdóttir, blaðamaður á mbl, …
Áfengismisnotkun aldraðra er falinn vaxandi vandi Lesa meira »
Um 100 einstaklingar eru í ævilangri viðhaldsmeðferð vegna ópíumfíknar með vikulegri lyfjagjöf. Lyfin eru afhent sjúklingunum endurgjaldslaust og þannig hefur verið frá upphafi. SÁÁ hefur rekið þessa meðferð frá árinu 1999 og sífellt bætist í hóp þessara einstaklinga. Í 3. tölublaði SÁÁ blaðsins árið 2014 var rætt við Þórarin Tyrfingsson, þáverandi framkvæmdastjóra lækninga á Vogi, um …
Hér á eftir fer viðtal sem Ari Brynjólfsson, blaðamaður á Pressunni, tók við Sigurð Gunnsteinsson, áfengis- og vímuefnaráðgjafa, og birtist fyrst á Pressunni. Ari tók einnig myndirnar. Talið er að rúm 15 til 20 prósent þjóðarinnar glími við áfengisvanda, rúm 6 prósent þjóðarinnar hafa á einhverjum tímapunkti leitað sér hjálpar. Hundruð ef ekki þúsundir heimilisfeðra á …
„Það er eins og allar ófarir í þjóðfélaginu berist á endanum hingað inn á Vog. Mér finnst allavega svo ótrúlega markt sem beygt hefur fólk leysast hjá því hér í meðferðinni. Við erum með fókus á lausnina og hvaða leið er út úr þessu,” segir Þóra Björnsdóttir sem verið hefur hjúkrunarforstjóri á Sjúkrahúsinu Vogi síðustu …
Eftirfarandi viðtal Kristjönu Bjargar Guðbrandsdóttur blaðamanns við Þórarin Tyrfingsson birtist í fyrst í Fréttablaðinu laugardaginn 11. febrúar 2017. — Þórarinn Tyrfingsson er á skrifstofu sinni að ganga frá skýrslugerð í lok dags. Hann verður sjötugur í maí, þá ætlar hann að láta af störfum. Þórarinn fór í meðferð við áfengissýki árið 1978, þá 31 árs …
Viðtalið sem hér fer á eftir birtist fyrst í SÁÁ blaðinu 1. tbl. 2011. Þar fjallar Þórarinn Tyrfingsson um niðurstöður tímamótarannsóknar SÁÁ og Íslenskrar erfðagreiningar um fjölskyldulægni áfengis- og vímuefnafíknar í tilefni af því að ritrýnd grein um niðurstöðurnar hafði þá birst í virtu bandarísku vísindatímariti: „Þarna fáum við staðfestingu á því sem við héldum, …
42,78% líkur á að sonur sjúklings fari í meðferð Lesa meira »
Ein leið til að bera saman stöðu vímuefnasjúkra á Íslandi og í öðrum löndum er að skoða fjölda funda á vegum tólf spora samtaka á einstökum svæðum. Þá sést stærð og virkni þess samfélags á hverjum stað sem er að vinna að því að halda sér frá sjúklegri neyslu vímuefna. Á Reykjavíkursvæðinu eru um 200 …
SÁÁ gat af sér valdeflingu íslenskra vímuefnasjúklinga Lesa meira »
Umfjöllunin að neðan birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. ágúst 2016. Ópíóíðalyfjanotkun hefur aukist mikið í þjóðfélaginu síðustu ár, ekki bara hjá fíklum heldur líka hjá fólki almennt sem er t.d. með sjúkdóma. Þetta segir Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi. Undir flokk ópíóíðalyfja falla m.a. contalgin, oxycodone og fentanýl sem eru vinsæl til vímuefnaneyslu. Hægt er …
Dr. Ingunn Hansdóttir er komin á ný til starfa hjá SÁÁ sem yfirsálfræðingur og mun leiða þróun á meðferðarstarfi samtakanna, auk þess að hafa umsjón með kennslu og fræðslustarfi í samstarfi við aðrar heilbrigðisstéttir sem og vísindarannsóknum á vegum samtakanna. Eftirfarandi viðtal birtist við hana í SÁÁ blaðinu sem kom út 22. mars sl. Dr. …
Hjalti Björnsson hefur starfað hjá SÁÁ í tæp þrjátíu ár og er nýlega tekinn við starfi dagskrárstjóra á Vík á Kjalarnesi þar sem framundan er uppbygging nýrrar og glæsilegrar meðferðarstöðvar á landi samtakanna. Hjalti hefur lengi verið forystumaður í hópi áfengis- og vímuefnaráðgjafa og var í fararbroddi í baráttu ráð gjafanna fyrir því að fá …
„Þessi sjúkdómur okkar, áfengis- og vímuefnafíkn, er ekki einfaldur. Hann getur reyndar verið mjög einfaldur í sinni tærustu mynd en flestir einstaklingar eiga við ýmislegt annað að etja,” segir Valgerður Rúnarsdóttir, sem varð fyrst íslenskra lækna til að ljúka viðurkenndu sérfræðiprófi í fíknlækningum. Hún hefur starfað við að lækna íslenska áfengis- og vímuefnasjúklinga á sjúkrahúsinu …
Hér fer á eftir viðtal Hávars Sigurjónssonar, blaðamanns Læknablaðsins, við Þórarin Tyrfingsson, en það birtist fyrst í 11. tbl 101. árgangs (2015) Læknablaðsins og er hluti af umfjöllun blaðsins um það átak sem gert verður til að útrýma lifrarbólgu C úr íslensku samfélagið með tilstyrk lyfjafyrirtækisins Gilead sem leggur án endurgjalds fram lyf að verðmæti …
Spessi Hallbjörnsson ljósmyndari, sem tók flestar myndirnar í síðasta SÁÁ-blaðinu og raunar einnig flestar myndirnar hér á saa.is, var næstyngstur í fyrstu meðferðinni sem hann fór í árið 1981. Nú er hann orðinn sextugur, búinn að vera edrú í þrjátíu ár og stefnir á að fá svart belti í Tae Kwan Do á næstu árum. Hann sagði okkur söguna sína í eftirfarandi viðtali sem var birt í …
Hendrik Berndsen, sem enginn þekkir undir öðru nafni en Binni (í blómabúðinni), er goðsögn í lifanda lífi innan SÁÁ. Hann er einn af frumherjunum; fyrsti varaformaður samtakanna og starfaði við hlið Hilmars Helgasonar, sem kústur að eigin sögn; við að sópa upp og framkvæma hugmyndirnar sem eldhuginn Hilmar fékk. Þetta er dauðans alvara. Fyrsti formaður …
„Það er mjög óvenjulegt að sjá hvað SÁÁ hefur sterka stöðu og gott orðspor á Íslandi; þið hafið þjónustað um 10% af þjóðinni, sem er einstakt. Úti í samfélaginu er stór hópur sem hefur fengið bata með aðstoð SÁÁ og almenningur á auðvelt með að fá aðgang að meðferðinni, líka þeir sem voru lagðir inn …
Fyrsta álfasalan fór fram 1990, skömmu eftir að Ásgerður Th. Björnsdóttir, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri fjármálasviðs SÁÁ, byrjaði að vinna í sumarafleysingum á skrifstofu samtakanna. Hún hefur fylgst með álfasölunni og rekstri SÁÁ allar götur síðan. Álfasalan hefur verið öflugasta og traustasta fjáröflun SÁÁ frá upphafi,“ segir Ásgerður. „Það hefur komið okkur á óvart ár eftir …
Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, fyrrverandi bæjarstjóri í tveimur sveitarfélögum, tónleikahaldari og þroskaþjálfi. Hann drakk sig út úr menntaskóla og fór í þrjár heilar meðferðir og nokkrar innlagnir áður en hann varð edrú 24 ára gamall. Hann rakti sögu sína í viðtali við SÁÁ blaðið: „Ég fattaði það ekki fyrr en ég drakk fyrst …
Vissi ekki að maður ætti ekki að vera með hnút í maganum Lesa meira »
Birgir Jakobsson, sem tók við embætti landlæknis í upphafi ársins, heimsótti Vog í síðustu viku ásamt nokkrum samstarfsmönnum sínum, ræddi þar við Þórarin Tyrfingsson, framkvæmdastjóra meðferðarsviðs, Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi, og fleiri starfsmenn SÁÁ og kynnti sér rekstur þeirrar heilbrigðisþjónustu sem samtökin veita. Lögum samkvæmt hefur landlæknisembættið eftirlit með starfseminni eins og annarri heilbrigðisþjónustu …
„Fíknisjúkdómar er mjög alvarlegt vandamál í okkar samfélagi sem við höfum vanmetið. Þeir eru mjög arfgengir og ganga mann fram af manni í sumum fjölskyldum,” segir Kári Stefánsson læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Á mánudaginn, hinn 9. mars, stendur Íslensk erfðagreining í samstarfi við SÁÁ fyrir opnum fræðslufundi um fíkn og erfðir fíknar. Þar mun …
Valgerður Rúnarsdóttir varð fyrst íslenskra lækna til þess að ljúka prófi í fíknlækningum í Bandaríkjunum og hefur unnið við að lækna íslenska áfengis- og vímuefnasjúklinga á Vogi síðustu fimmtán ár. Valgerður er í ítarlegu forsíðuviðtali SÁÁ blaðsins, sem kemur út í dag, og þar ræðir hún meðal annars um fíknsjúkdóminn, spurninguna hvort karlar og konur …
Valgerður Rúnarsdóttir varð fyrst íslenskra lækna til þess að ljúka prófi í fíknlækningum í Bandaríkjunum og hefur unnið við að lækna íslenska áfengis- og vímuefnasjúklinga á Vogi síðustu fimmtán ár. Valgerður er í ítarlegu forsíðuviðtali í SÁÁ blaðinu (3. tbl. 2014) og ræðir þar meðal annars um fíknlækningar og batahorfur þeirra sem þjást af sjúkdómi áfengis- …
Anna Hildur Guðmundsdóttir, áfengisráðgjafi, er Akureyringur og hefur veitt göngudeild SÁÁ forstöðu í sínum heimabæ frá árinu 2008 en hún hefur starfað hjá SÁÁ frá 2005. SÁÁ hefur rekið göngudeild á Akureyri í 25 ár. Frá 2007 hefur göngudeildin verið í húsnæði samtakanna á Hofsbót 4. Göngudeildin veitir Norðlendingum fjölbreytta þjónustu. Þangað kemur fólk í …
Einn mesti kosturinn við kvennameðferðina er þetta aðhald eftir sjálfa meðferðina,” segir Sif Gunnlaugsdóttir, sem hefur verið edrú frá því hún fór í kvennameðferð á Vík árið 1999. „Þetta var í febrúar og ég var búin að fá nóg, ég var búin að hugsa um það að hætta í einhvern tíma og loksins þegar maður …
Áður en Hafdís Helga fór í kvennameðferð hjá SÁÁ í nóvember 2010 var hún búin að reyna að ná tökum á drykkjunni í tvö ár en tókst ekki að hætta sjálf. Hún vissi að hún þyrfti hjálp en hafði mestar áhyggjur af umtali og áliti annarra. „Það er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið …
Brynhildur Baldursdóttir var hætt í kirkjukórnum á Siglufirði af því að hún vissi ekki hvort hún yrði í sönghæfu ástandi á æfingum á þriðjudagskvöldum. Hún hafði heitið því að fara aldrei inn á Vog, en gafst svo upp og er búin að vera edrú og virkur þátttakandi í lífinu síðustu fimmtán árin. „Mín saga er …
Er vinátta unglinga og sérstaklega kynlíf þeirra öðruvísi og ljótara en ástarlíf annarra? Ég er ekki sannfærður um það, segir Þórarinn Tyrfingsson, forstöðulæknir á Vogi í viðtali við SÁÁ blaðið þar sem hann bregst við umræðu sem verið hefur í þjóðfélaginu um unglinga á Vogi. Við birtum brot úr því viðtali hér. Sérstök unglingadeild tók …
Þann 2. janúar 2015 verða sextán ár síðan Sigrún Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri, kom fjölskyldu sinni á óvart með því að leita aðstoðar hjá SÁÁ og fara í áfengismeðferð. Hún var komin í þrot. „Ég fékk nóg af sjálfri mér, fannst ég vera komin í þrot og leitaði aðstoðar,“ segir Sigrún Halldórsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, um aðdraganda …
Fíknin er einn af þeim þáttum sem heilinn notar til að stýra mönnum gegnum lífið. Þegar litið er á stóran hóp af fólki þá spilar fíknin stóra rullu í lífi sumra, litla rullu í lífi annarra og allt þar á milli. Þar sem fíknin spilar stórt hlutverk í daglegu lífi er fólk í áhættu. Þetta …