Áfengi
Orðið alkóhól er í raun samheiti yfir lífræn efni sem hafa hýdroxýlhóp tengdan við opna kolefniskeðju. Margar gerðir af alkóhólum eru því til eins og methanól (tréspíri) og bútanól (ísvari) auk etanólsins eða áfengisins. Rík hefð er fyrir því að þegar orðið alkóhól er notað er átt við etanól eða vínanda nema annars sé getið. …