Valmynd
english

Fjármál

Sjúkrarekstur SÁÁ er fjármagnaður með þjónustsamningum við íslenska ríkið og tekjum af þeim gjöldum sem sjúklingar greiða fyrir þjónustu SÁÁ. Sjúkrastarfsemin er rekin samkvæmt heilbrigðislögum

Halli hefur verið af þessum rekstri en hann hefur verið greiddur upp af samtökunum með því fé sem félagsmenn og velunnarar samtakanna láta af hendi rakna með félagsgjöldum, þátttöku í fjáröflunarverkefnnum eins og álfasölunni eða á annan hátt.

Til sjúkrastarfsemi SÁÁ telst starfsemi á Sjúkrahúsinu Vogi og meðferðarstöðvunum Vík og Staðarfelli, auk göngudeilda SÁÁ í Reykjavík og á Akureyri. Engin gjöld eru tekin af sjúklingum sem leggjast inn á sjúkrahúsið Vog, en sjúklingar greiða gjöld á göngudeild og einnig matar- og húsnæðiskostnað sem til fellur við dvöl á Vík og Staðarfelli.

Söfnunarfé SÁÁ greiðir hlusta sjúkrakostnaðar

Söfnunarfé samtakanna hefur borið uppi um 20% af af öllum sjúkrarekstri SÁÁ síðustu ár, auk þess sem söfnunarfé hefur verið nýtt til þess að greiða fyrir byggingaframkvæmdir samtakanna.

Þær eignir sem SÁÁ hefur byggt upp í fasteignum undir starfsemina hafa verið fjármagnaðar að öllu leyti með sjálfsaflafé samtakanna án þess að ríki og sveitarfélög hafi haft nokkurn kostnað af þeim framkvæmdum.

Samtökin hafa gert þjónustusamninga við Sjúkratryggingar ríkisins fyrir hönd ríkisins um þá þjónustu sem veitt er á sjúkrahúsinu Vogi, meðferðarstöðvunum Vík og Staðarfelli og á göngudeildunum í Reykjavík og á Akureyri.

Endurskoðaður ársreikningur SÁÁ-samstæðunnar, endurskoðaður af Deloitte ehf, fyrir árið 2016 er aðgengilegur með því að smella hér.