Valmynd
english

Ártöl úr sögu SÁÁ

Hér er stiklað á stóru í sögu SÁÁ, einkum hvað varðar framkvæmdir og þróun starfseminnar.

1977 SÁÁ stofnuð eftir fjölmennan borgarafund í Háskólabíó 1. október.
1977 Reykjadalur, leigt af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra.
1978 Lágmúli 9, leigt undir fræðslu- og leiðbeiningastöð.

1978 Sögn í Ölfusi, leigt af Náttúrulækningafélagi Íslands..
1979 Silungapollur, leigt af Reykjavíkurborg
1980 Staðarfell í Dölum, samningur um afnot við ríkið
1980 Síðumúli 3-5, efri hæð keypt á byggingarstigi

1983 Sjúkrahúsið Vogur byggt og vígt 28. desember

1991 Meðferðarstöðin Vík byggt á eignarlandi
1992 Félagsheimilið Úlfaldinn stofnsett
1993 Áfangaheimilið Miklubraut 1 keypt og stofnsett
1995 Húsnæði fyrir áfangaheimilið Fjóluna á Akureyri keypt
1995 Forvarnadeild stofnsett
1995 Kvennameðferð hefst á Vík
1996 Húsnæði meðferðarstöðvarinnar á Staðarfelli endurbyggt

1996 Lóð keypt við Efstaleiti í Reykjavík
1996 Skrifstofur fluttar og innréttaðar í Ármúla 18
1997 Hafinn undirbúningur að viðbyggingum við Vog
1997 Keypt íbúðarhúsnæði fyrir starfsemi SÁÁ á Akureyri
1998 Byggingarframkvæmdir hafnar við stækkun Sjúkrahússins Vogs
1999 Viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn hefst á göngudeild á Vogi

2000 Unglingadeild við Vog opnuð í ársbyrjun
2000 Göngudeild við Vog tekur til starfa

2005 Hús fyrir göngudeild og skrifstofur byggt á lóð við Efstaleiti 7
2007 Sálfræðiþjónusta fyrir börn alkóhólista
2008 Áfangaheimili Vin, leigt við Stórhöfða

2013 Ný álma við Sjúkrahúsið Vog byggð

2016 Hafnar framkvæmdir við byggingu á endurhæfingarstöð á Vík