Prufa
2 kr.
Í meira en þrjá áratugi hefur Álfasalan gert SÁÁ kleift að halda úti öflugu meðferðarstarfi sem hefur hjálpað þúsundum alkóhólista og aðstandendum þeirra.
Margir hafa á orði að það sé töfrum líkast að ná tökum á fíknsjúkdómnum og því er afskaplega viðeigandi að Álfurinn er að þessu sinni í gervi töframanns – Töfra-Álfurinn.
Ekki síst hafa tekjurnar af Álfasölunni gert mögulegt að halda úti meðferð fyrir ungt fólk, svo og að borga fyrir sálfræðiþjónustu sem SÁÁ veitir börnum 8-18 ára sem eiga foreldra með fíknsjúkdóm. Rúmlega 1.300 börn hafa fengið slíka þjónustu hjá SÁÁ.
Það er töfrum líkast fyrir einstaklinginn að ná tökum á fíknsjúkdómnum og hefja betra líf í bata. Að ekki sé talað um jákvæðu áhrifin fyrir fjölskyldu og vini.
Kaupum Álfinn og látum galdurinn gerast með hjálp SÁÁ.