Skrifstofa SÁÁ

Starfsfólk á skrifstofu SÁÁ í Von, Efstaleiti 7, stjórnar rekstri, annast fjáröflun og heldur utan um félags- og útbreiðslustarf samtakanna.

SÁÁ er almannasamtök með um sjöþúsund félagsmenn. Samtökin annast rekstur fjögurra meðferðarstofnana þar sem heilbrigðissstarfsmenn veita áfengis- og vímuefnasjúklingum faglega heilbrigðisþjónustu í hæsta gæðaflokki. Þetta eru sjúkrahúsið Vogur, Vík á Kjalarnesi og göngudeildirnar í Von, Efstaleiti 7 í Reykjavík og Hofsbót 4 á Akureyri.

Ríkið greiðir um 60% af kostnaði við áfengis- og vímuefnameðferð SÁÁ, samkvæmt samningum sem SÁÁ hefur gert við Sjúkratryggingar Íslands. Sjúklingarnir sjálfir greiða um 20% af heildarkostnaðinum, en um 20% til viðbótar eru greitt af því fé sem velunnarar samtakanna láta af hendi rakna með félagsgjöldum og þátttöku í fjáröflunum á borð við Álfasölu SÁÁ.

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs SÁÁ er Ásgerður Th. Björnsdóttir.

von-350
Ríkið greiðir
%
Samtökin greiða
%